is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25841

Titill: 
  • Tækifæri til farsællar öldurnar : hvernig nýta má tómstundaráðgjöf sem verkfæri til innihaldsríkari efri ára
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að að fjalla um hvernig draga megi úr félagslegri einangrun eldri borgara og bæta andlega heilsu með þátttöku í tómstundum eða virkni í athöfnum. Niðurstöður úr nýlegum íslenskum könnunum um líðan eldra fólks og sýn þeirra á farsæla öldrun eru lagðar til grundvallar. Megininntak verkefnisins er að skoða hvernig nýta megi tómstundamenntun og tómstundaráðgjöf sem forvörn og úrræði til viðbótar við aðra þjónustu sem þegar er í boði fyrir aldraða sem að búa heima eða í þjónustuíbúðum. Farið er yfir kenningar um öldrun og efri árin, þjónustu við aldraða, kosti tómstundaiðkunar auk þess að útskýrð eru hugtök og starfshættir við tómstundamenntun og tómstundaráðgjöf. Með þessum þáttum er hægt að stuðla að sjálfbærni og sjálfstæði þegar kemur að vali á lífsstíl og uppbyggilegri notkun frítímans. Kortlagðar eru hugsanlegar leiðir til þess að tómstundamenntun verði að föstum þætti bæði sem forvörn til þeirra sem enn eru á vinnumarkaði og í ráðgjafarformi til þeirra sem orðnir eru eldri og farnir að einangrast. Með tómstundaráðgjöf til eldri borgara og markvissri tómstundamenntun til fólks á miðjum aldri er hægt að stuðla að sjálfstæðari og jákvæðari einstaklingum á efri árum. Af því leiðir minni notkun lyfja, s.s. þunglyndislyfja, meiri samfélagsþátttaka eldra fólks og aukin lífsgæði. Þessi þróun gæti svo leitt til minna álags á heilbrigðiskerfið þegar fram í sækir.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Eva Björg-og-Heiða Hrönn.pdf694.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing Eva og Heiða.pdf23.78 kBLokaðurPDF