is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25864

Titill: 
  • Unglingar með ADHD : hvernig getur skólinn komið til móts við unglinga með ADHD?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er til B.Ed.-prófs í kennarafræðum og fjallar um stöðu unglinga, sem greinast með ADHD og hvernig komið er til móts við þarfir þeirra í skólastarfi. Rýnt er í fræðilegar heimildir og niðurstöður rannsókna. ADHD er taugaþroskaaröskun sem lýsir sér í einbeitingarerfiðleikum, hreyfiofvirkni og hvatvísi ásamt því að vera helsta orsök hegðunarvanda hjá börnum og unglingum. Röskunin hefur áhrif á daglegt líf þeirra, félagsleg samskipti og skólagöngu. Birtingarmynd einkenna getur þó breyst þegar komið er á unglingsárin. Margt bendir til þess að kennsluaðferðin einstaklingsmiðað nám henti vel börnum sem greind eru með ADHD. Markmið ritgerðarinnar er að draga upp skýra mynd af því hvernig ADHD birtist hjá unglingum til þess að skýra betur hvað kennari þarf að hafa í huga við kennslu. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að skipuleggja skólagöngu barna með röskunina sem best svo þau geta notið sín og nýtt styrkleika sína. Helstu niðurstöður okkar eru að til þess að gera nám unglinga með ADHD merkingarbært og árangursríkt þurfi að koma til móts við mismunandi þarfir þeirra með vel skipulögðum og fjölbreyttum kennsluaðferðum en einnig þarf kennari að huga að eigin viðhorfi og samskiptum ásamt fasi og framkomu við nemendur með ADHD.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni með sniðmáti.pdf588.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 NÝTT.pdf234.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF