is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25867

Titill: 
  • Lífaflfræði hnés og búks hjá strákum og stelpum í gabbhreyfingu: Áhrif þreytu og hliðar
  • Titill er á ensku Trunk and knee biomechanics in boys and girls during sidestep cutting maneuver: Effect of fatigue and side
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið: Slit á fremra krossbandi í hné er alvarlegur áverki sem hefur oft mikil áhrif, t.d. vegna skurðaðgerða og margra mánaða endurhæfingar. Kvenkyns íþróttamenn eru mun líklegri til að slíta fremra krossband en karlar og meirihluti allra slita eru án snertingar við aðra þegar einstaklingurinn er að hægja á sér, breyta um stefnu, eða við að lenda á öðrum fæti. Þetta gerist allt samfara stórum ytri kröftum sem verka á liðinn. Ákveðnar hreyfingar og hreyfiaflfræðilegar breytur eru þekktar sem áhættuþættir fyrir sliti á fremra krossbandi en rannsóknir á þessu sviði hafa aðalleg einblínt á einstaklinga eftir kynþroska. Markmið þessarar rannsóknar var að meta hvort munur væri á kynjunum, í hreyfingum í breiðskurðarsniði í hné og búk ásamt kraftvægi í hné og ytri krafti frá jörðu (gagnkrafti) í sama sniði, milli stúlkna og drengja. Þetta var skoðað í lendingarfasanum í hliðarskrefs gabbhreyfingu. Að auki voru áhrif þreytu og hliðar (hægri/vinstri) skoðuð á þessa þætti.
    Aðferðir: Alls voru 128 einstaklingar (76 stúlkur og 52 drengir) fengnir til þátttöku frá handbolta- og fótboltaliðum á Reykjarvíkursvæðinu. Eftir að hafa hitað upp á hjóli í 5 mínútur, gerðu þau hliðarskrefs gabbhreyfingu (5 endurtekningar fyrir hvorn fót) þar sem stigið var á AMTI kraftplötu á meðan átta myndavélakerfi frá Qualisys var notað til að taka upp hreyfingar í þrívídd. Eftir að þátttakendur voru þreyttir í 5 mínútur á skautabretti var ferlið endurtekið. Stöðufasinn var skoðaður frá fyrstu snertingu við plötuna og út fyrstu 50% af standfasanum (50% SF). Ásamt lýsandi tölfræði var fjölþáttagreining notuð til að meta hreyfingar og hreyfiaflfræðilegar breytur með tilliti til hliðar (fótar), þreytu og kyns. Marktektarmörk voru sett við 0,05.
    Niðurstöður: Kraftvægi í hné: Það var marktækur munur á milli kynja á hámarks fráfærslukraftvægi í hné og var það hærra hjá strákum (0,4 Nm/kg miðað við (m.v.) 0,26 Nm/kg; p<0,001). Hámarks láréttur gagnkraftur: Marktækt hærri kraftur fannst við þreytu (8,18 N/kg m.v. 7,71 N/kg; p<0,001). Hreyfing í hné: Marktækt víxlhrif hliðar og þreytu (p=0,018), og þreytu og kyns (p=0,025), sáust í hreyfingunni í fyrstu 50% af standfasanum (50% SF). Hreyfingin var meiri hægra megin eftir þreytu og voru þau áhrif meiri hjá stelpunum samanborið við strákana. Að auki voru marktækt víxlhrif hliðar og þreytu (p=0,011) á hámarks fráfærslu (valgus) í 50% SF, þ.e. meiri fráfærsluhreyfing hægra megin við þreytuna. Við upphaf standfasa voru megináhrif þreytu og hliðar þar sem hnén voru meira í fráfærslu við þreytu (0,1° m.v. 1,0°; p=0,019) og einnig hægra megin (1,0° m.v. 0,1; p=0,008). Hreyfingar í búk: Megináhrif hliðar fundust fyrir hreyfinguna í breiðskurðarsniði vegna meiri hliðarsveigju að stöðufæti vinstra megin miðað við hægra megin (10,1° m.v. 8,7°; p<0,001). Megináhrif þreytu sáust einnig með almennt minni hreyfingu í átt að stöðufæti eftir þreytu (p=0,006). Við upphaf standfasa var hallinn meiri í átt að stöðufæti hægra megin (p<0,001) og meiri halli til hægri eftir þreytu (p=0,050).
    Ályktun: Þessar niðurstöður sýna að þreyta hefur áhrif á hreyfimunstur og auki álag á hnéliðinn við hliðarskrefs gabbhreyfingu. Einnig að kynbundinn munur er á milli kynja um og fyrir kynþroska Að auki er hreyfimunstur mismunandi milli hliða og hafa þreyta og kyn þar áhrif á. Þetta bendir til þess að það sé best að byrja forvarnaræfingar fyrir krossbandaslit um og fyrir unglingsárin. Einnig að kyn, þreytu og ríkjandi fót verði að hafa í huga í því samhengi. Frekari rannsókna er þörf á þessum aldurshópi til að kanna hvort forvarnir sem byrja fyrir kynþroska geti haft jákvæð áhrif á hreyfimunstur íþróttamanna og þar með minnkað líkurnar á krossbandameiðslum.

  • Útdráttur er á ensku

    Objectives: Rupture of the anterior cruciate ligament (ACL) is a serious, costly and potentially life changing injury that often results in surgery and many months of rehabilitation. Female athletes have much higher incidence of ACL rupture than males and majority of ACL injuries are non-contact in nature. ACL injury predominantly occurs during deceleration, cutting or 1-legged landing maneuvers associated with high external knee joint loads. Certain kinetic and kinematic variables have been identified as risk factors for ACL rupture, but researches have mainly focused on post-pubertal athletes. The aim of this study was to evaluate sex differences for frontal plane trunk and knee angles and frontal plane knee moments in boys and girls athletes during the landing phase of a sidestep cutting maneuver and the effects of fatigue and side on performance.
    Methods: Total of 128 participants (76 females and 52 males; age 10-12 years) were recruited from local handball and soccer teams. After 5 minute warm-up on bike, they performed sidestep cutting maneuvers (5 repetitions for each lower limb onto an AMTI force plate) while an eight camera Qualisys system was used to capture 3D motion. After a 5 minute functional fatigue protocol the testing process was repeated. Stance phase (SP) was identified from force plate data and variables of interest analyzed for the first 50% of stance phase (50% SP). In addition to descriptive statistics, mixed model analysis was used to assess kinetic and kinematic variables, in regards to limb, fatigue and sex as explanatory variables. Alpha was set at 0.05.
    Results: Knee moment: A significant main effect of sex was found for the peak knee valgus moment which was higher in males (0.4Nm/kg vs. 0.26 Nm/kg; p<0.001). Peak horizontal ground reaction force (50% SF): Significant main effect of fatigue with higher force in fatigued state (8.18 N/kg vs. 7.71 N/kg; p<0.001). Knee angle: For knee excursion there was a significant interaction of side-fatigue (p=0.018) and fatigue-sex (p=0.025). This was evident by more excursion on the right vs. left side post fatigue and more excursion by the girls post fatigue compared to boys. For the maximum abduction angle there was a significant interaction of side-fatigue (p=0.011) for 50% SP with more fatigue effect on the right side. At initial contact there was a main effect of fatigue and side where the knees moved more into abduction after fatigue (p=0.019) and on the right side (p=0.008). Trunk movement: A main effect of side was found for frontal plane trunk excursion as overall, greater trunk lean was seen to the stance foot on left side (10.1° vs. 8.7°; p<0.001). A main effect of fatigue was also seen, with overall less trunk excursion post-fatigue vs. pre-fatigue (p=0.006). At initial contact there was greater trunk lean towards the stance foot on right side (p<0.001) and more to the right after fatigue (p=0.050).
    Conclusion: These results indicate that fatigue adversely affects the motion strategy in sidestep cutting and that sex difference already exist before puberty. Also, sides show different motion pattern and are differently affected by fatigue and sex. This suggests that ACL prevention exercises should be implemented during pre or early adolescence and sex, fatigue and leg dominance has to be considered in that context. Further research is needed in this age group to determine whether preventive measures, starting before puberty, can positively influence movement patterns of athletes and reduce risk of ACL injuries.

Styrktaraðili: 
  • Rannskóknarsjóður Rannís
    Vísindasjóður Félags sjúkraþjálfara
Samþykkt: 
  • 31.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjálmar Jens Sigurðsson.pdf1.3 MBOpinnPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Hjálmar.pdf401.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF