ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25868

Titill

Blóðsýkingar á Íslandi: Greindar sýkingar á Sýklafræðideild Landspítala 2006-2015

Skilað
Ágúst 2016
Útdráttur

Inngangur: Blóðsýkingar eru alvarlegar sýkingar með háa dánartíðni, allt að 20-30%, þrátt fyrir framfarir í læknavísindum. Blóðsýkingar eru í hópi sjö algengustu dánarorsaka í Norður Ameríku og Evrópu og þykir líklegt að talan yfir dauðsföll af þeirra völdum sé í raun enn hærri þar sem sýkingarnar gætu verið vangreindar sem dánarorsök hjá einstaklingum með aðra undirliggjandi sjúkdóma. Vegna þess hversu alvarlegar afleiðingar blóðsýkingar geta haft skiptir gríðarlegu máli að greina þær snemma og bregðast hratt og rétt við. Til að geta beitt markvissri meðferð og forvörnum er nauðsynlegt að til staðar séu reglulega uppfærðar upplýsingar um faraldsfræði og horfur blóðsýkinga í viðkomandi landi.
Markmið rannsóknarinnar er að fá greinargott yfirlit yfir faraldsfræði blóðsýkinga á Íslandi í dag, helstu sýkingarvalda, dreifingu þeirra og sýklalyfjanæmi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið samanstóð af öllum sjúklingum sem greindir voru með jákvæðar blóðræktanir á sýklafræðideild Landspítalans á tímabilinu 5. júní 2006 til og með 31. desember 2015. Sýklafræðideild Landspítalans rannsakar sýni frá öllum deildum Landspítalans auk aðsendra sýna frá öðrum stofnunum utan að landi og sinnir um 90% íbúa landsins. Rannsóknarsniðið var afturskyggn rannsókn þar sem gögn um jákvæðar niðurstöður blóðræktana voru sótt í gagnagrunn sýklafræðideildar Landspítala (GLIMS). Einnig voru fengnar upplýsingar frá Hagstofu Íslands um fjölda Íslendinga á rannsóknartímabilinu sem notaðar voru við útreikninga á nýgengi.

Samþykkt
31.8.2016


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Blóðsýkingar á ... .pdf4,12MBLæst til  29.8.2018 Heildartexti PDF  
Útfyllt eyðublað f... .pdf237KBLokaður Yfirlýsing PDF