is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25872

Titill: 
  • Unglingar með ADHD : áhrif tómstunda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér verður fjallað um áhrif tómstundaiðkunar á líf unglinga með ADHD. Fjallað verður um hvernig sjálfsmynd unglingsins myndast og þau félagslegu áhrif sem unglingurinn verður fyrir. Talið er að 5-10% unglinga séu með ADHD. Mikilvægt er að grípa fljótt inn í líf unglingsins til dæmis með tómstundum áður en hann fer að sýna áhættuhegðun. Fjallað verður um nokkur meðferðarúrræði sem í boði eru fyrir unglinga með ADHD og á hvaða hátt tómstundir geta haft jákvæð áhrif. Tómstundir hafa almennt jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu og hægt er að nota mismunandi nálganir til að vinna með unglingum. Þar má nefna formlegt- og óformlegt nám sem og reynslumiðað nám sem byggir á að vinna með reynslu einstaklingsins. Mikilvægi tómstunda felst í því uppeldislega og forvarnalega gildi sem þær fela í sér og hafa rannsóknir sýnt fram á að hreyfing og skipulagt tómstundastarf geta aukið félagsfærni unglinga með ADHD.

Samþykkt: 
  • 31.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25872


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unglingar og ADHD - Áhrif tómstunda - PDF.pdf662.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlysing um lokaverkefni.pdf48.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF