is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25879

Titill: 
  • Afhverju bækur? : tengsl bókaeignar á heimili við lestraráhugahvöt barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lesskilningi hefur hrakað meðal allra aldurshópa og hjá báðum kynjum á
    undanförnum árum. Góð lestrargeta hefur lengi verið tengd við aukna
    vitsmunagetu og betri námsárangur sem er undirstaða velgengni seinna í lífinu. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á sterk tengsl milli bóklesturs og góðrar lestrargetu en þar skiptir lestraráhugahvöt höfuðmáli. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl bókaeignar á heimili og lestraráhugahvatar barna í fimmta bekk. Samkvæmt fræðikenningunni um auðugt læsisumhverfi eru sterk jákvæð tengsl milli þessara tveggja þátta. Alls tóku 400 börn úr átta skólum á höfuðborgarsvæðinu þátt í rannsókninni. Gengið var út frá árangursmarkmiðskenningu Nicholls um áhuga (e. interest) og gögn úr rannsókn Freyju Birgisdóttur og Steinunnar Gestsdóttur á sjálfstjórnun og læsi á miðstigi notuð til að prófa tilgátu rannsóknarinnar. Tilgátan var sú að jákvæð tengsl væru á milli bókaeignar á heimili og lestraráhugahvatar barna. Niðurstöður þessarar rannsóknar studdu við tilgátuna og var góður marktækur munur á lestraráhuga milli þeirra barna sem eiga fáar eða engar bækur á heimili og þeirra sem eiga margar bækur, þar sem auðugra læsisumhverfi gaf til kynna meiri lestaráhuga. Ekki hafa verið gerðar margar íslenskar rannsóknir sem skoða bókafjölda á heimili
    og áhrif auðugs læsisumhverfis. Með niðurstöðunum er vonast til að sýna fram á mikilvægi þess að auðga læsisumhverfi barna.

Samþykkt: 
  • 31.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefniba_afhverjubækur_lindaros_lre1 (1).pdf685.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
linda_skemmuskyrsla.pdf75.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF