is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25880

Titill: 
  • Greiningarferli á einhverfurófsröskun og áhrif á foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er unnið upp úr íslenskum og erlendum fræðilegum heimildum og rannsóknum. Leitað verður svara við því hvernig greiningarferli á röskun á einhverfurófinu er háttað hér á landi fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára. Farið verður yfir þau greiningartæki og upplýsingar sem notaðar eru í greiningarferlinu og í lokagreiningu á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Fjallað verður um íhlutunar- og kennsluaðferðir og einnig þau úrræði sem standa til boða. Jafnframt verður komið inn á hvaða áhrif það hefur þegar grunur vaknar hjá foreldrum um frávik í þroska og reynslu þeirra af greiningarferli barns síns. Rannsóknir sýna að misjafnt er hvenær grunur vaknar hjá foreldrum og hvenær þeir leita aðstoðar þegar barn þeirra sýnir þroskafrávik. Oft er það tengt áhyggjum vegna seinkunar í málþroska. Greiningarferlið getur verið langt og erfitt fyrir foreldra. Foreldrar bregðast misjafnt við greiningunni og geta upplifað sorg, áfall, missi og jafnvel létti. Rannsóknir sýna að foreldrar barna með röskun á einhverfurófinu sýna streitu- og þunglyndiseinkenni og eru frekar útsett fyrir þeim heldur en foreldrar barna sem ekki eru greind með slíkt.

Samþykkt: 
  • 31.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25880


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Lokaverkefni_Magna_Magdalena_Baldursdóttir.pdf788.31 kBOpinnPDFSkoða/Opna
img008.jpg448.52 kBLokaðurJPG

Athugsemd: Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna