is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25887

Titill: 
  • Barnabókmenntir og jafnréttiskennsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis eru barna- og unglingabækur og er því ætlað að sýna hve mikla möguleika þær bjóða upp á í kennslu, einkum í kennslu um jafnrétti. Verkefninu er jafnframt ætlað að varpa ljósi á gildi bæði bókmennta- og jafnréttiskennslu og leitast verður við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig má nýta barnabókmenntir í kennslu, einkum í kennslu um jafnrétti? Í bókmenntum finna ungir lesendur fyrirmyndir í og geta sett sig í spor persóna. Bókmenntakennsla í skólum getur þannig stuðlað að sterkari sjálfsmynd nemenda og kennt þeim umburðarlyndi í garð ólíkra menningarsamfélaga og minni¬hlutahópa. Ég held að flestir séu sammála um að þetta séu gagnlegir þættir í almennri menntun barna og unglinga. Í skólum landsins er jafnréttisfræðslu ekki sinnt sem skyldi og og það er von mín að þær hugmyndir sem hér eru settar fram geti nýst kennurum í kennslu um jafnrétti kynjanna, í það minnsta geti þær verið þeim hvatning til þess að gera betur í þeim efnum. Byrjað verður á umfjöllun um gildi barnabókmennta og sérkenni þeirra. Fjallað verður um jafnréttisfræðslu og tveir höfundar verða síðan til umfjöllunar, þau Stefán Jónsson og Gerður Kristný og bækur þeirra, Sagan hans Hjalta litla (1948), Óli frá Skuld (1957), Garðurinn (2008) og Dúkka (2015) verða skoðaðar. Að lokum verða settar fram hugmyndir um það hvernig mætti nýta þessar bækur í kennslu, hvaða kennsluaðferðir væri hægt að nota, hvaða verkefni mætti leggja fyrir nemendur og hvernig væri eðlilegt að meta þá vinnu.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ.pdf410.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf387.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF