is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25890

Titill: 
  • Tómstundir og félagsstörf á efri árum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenska þjóðin er að eldast og eru um það bil 34.000 einstaklinga 67 ára og eldri, Hagstofa Íslands (e.d.) áætlar að sá fjöldi muni tvöfaldast næstu 20 ár. Íslensk rannsókn sýnir fram á að u.þ.b. 8,6 % eldri borgara 80 ára og eldri finni fyrir einmanaleika og umgengni við aðra einstaklinga sé mjög lítil. Rannsóknarspurningin mín er hvernig tómstundir og félagsstörf hafa áhrif á eldri borgara. Eitt af markmiðum mínum með lokaritgerðinni fyrir utan að svarar rannsóknarspurningunni var að sýna fram á hversu mikilvægar tómstundir og félagsstörf eru í lífi eldri borgara. Það sá ég eftir veru mína í vettvangsnámi í 4 vikur í félagsmiðstöðinni Hæðargarði. Í vinnu minni við heimildaritgerðina skoðaði ég ýmsar greinar og bækur sem sýndu allar fram á það sem mig grunaði, hversu góðar tómstundir og félagsstörf eru fyrir líkamlega- og andlega heilsu okkar. Kjarni tómstunda má segja að feli í sér í vellíðan og aukinni lífsgæða. Í grein frá National Institute of health (2009) er sagt frá könnun þar sem athugað var hvort tenging væri á milli tómstunda og andlegrar- og líkamlegrar heilsu og kom þar fram að þeir einstaklingar sem voru virkir í tómstundum fengu meira út úr lífinu, félagsleg tengsl voru betri og lítið var um þunglyndi það styður hvað tómstundir og félagsstörf gera fyrir einstaklinginn. Það fer ekki á milli mála að tómstundir og félagsstörf eru mikilvæg í lífi eldri borgara sem og annarra. Niðurstaða mín eftir ritgerðarskrifin studdi það sem ég vissi fyrir, að það skiptir eldri borgara miklu máli að hafa tómstundir og félagsstörf í lífi sínu, bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Maðurinn er mikil félagsvera. Hann þarf að kunna að laga sig að öðrum, læra af reynslunni og takast á við þau vandamál sem koma upp í hinu daglega lífi og geta tómstundir og félagsstörf aukið þá færni.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf173.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Rebekka Jóhannsdóttir Tómstundir og félagsstörf.pdf745.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna