is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25903

Titill: 
  • „Þessi börn gleymast af því það fer svo lítið fyrir þeim“ : eigindleg rannsókn á stuðningsúrræðum fyrir nemendur með athyglisbrest
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um einkenni og þarfir barna með ADHD en þó verður sjónum sérstaklega beint að börnum með athyglisbrest án ofvirkni eða ADD. ADHD stafar af röskun á taugaþroska og birtast einkenni í athyglisbresti, ofvirkni og hvatvísi. Börn með ADD eru með ráðandi einkenni athyglisbrests án ofvirkni einkenna. Einkenni ADD geta valdið margs konar erfiðleikum í skóla og því verða skoðaðir sérstaklega þeir þættir í námsumhverfinu sem stuðla að betra námsgengi þeirra. Leitað verður eftir svörum um hvaða úrræði eru talin gagnleg og með hvaða móti skólinn kemur til móts við þarfir þeirra. Framkvæmd var eigindleg rannsókn í tilteknum skóla með það að markmiði að kanna stuðningsúrræði fyrir nemendur með ADD. Gagna var aflað með viðtölum við fjóra starfsmenn skólans sem koma að málefnum barna með ADD. Í niðurstöðum kemur fram að viðmælendur telja að komið sé til móts við sérþarfir nemenda með ADD með margvíslegu móti. Telja þeir að sveigjanlegt námsumhverfi, einstaklingsmiðað nám og vinnufriður séu lykilatriði í farsælu skólastarfi nemenda með ADD. Niðurstöður benda jafnframt til að þekking á einkennum röskunarinnar sé nauðsynleg og telja viðmælendur að fræðslu í kennaranámi sé þar verulega ábótavant.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_skil_Svala.pdf132.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA_lokaskil_ Svala.pdf376.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna