is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25921

Titill: 
  • Magn er ekki sama og gæði. Áhrif Sameinuðu þjóðanna á inntak mannréttindaákvæða stjórnarskráa eftir stríðsátök og mannréttindavernd í viðkomandi ríkjum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ljóst er að stjórnarskrárbreytingar eru afar algengar að stríðsátökum loknum. Sameinuðu þjóðirnar taka oft þátt í þessum breytingum með svokallaðri stjórnarskráraðstoð sinni. Markmið þessarar ritgerðar er að gera annars vegar grein fyrir þeim áhrifum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa á inntak mannréttindaákvæða stjórnarskráa að átökum loknum og hins vegar að gera grein fyrir mannréttindavernd í þeim ríkjum þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa haft þessi áhrif. Til að geta gert grein fyrir þessum atriðum er fyrst dregin fram fræðileg umfjöllun um stjórnarskrár og mannréttindi. Næst er greint frá 12 ríkjum sem þykja heppileg til athugunar og í framhaldi af því eru stjórnarskrár sem þau settu sér að átökum loknum undir áhrifum Sameinuðu þjóðanna rannsakaðar með réttindalykli David S. Law og Milu Versteeg frá árinu 2011. Í framhaldi af því er frammistaða ríkjanna 12 könnuð með hliðsjón af tvenns konar mælikvörðum um réttindavernd í raun: annar er um stjórnskipulegar vanefnda-einkunnir og hinn tekur til mannréttindaeinkunna stöðugleikastuðuls ríkja. Helstu niðurstöður eru að svo virðist sem stjórnarskráraðstoð SÞ hafi þau áhrif að stjórnarskrár innihaldi mörg réttindi, oft sömu réttindin og þá sérstaklega mörg réttindi sem teljast til þriðju kynslóðar mannréttinda. Einnig kemur fram að ríkjunum 12 sem til athugunar voru virðist almennt ekki takast að fullnægja þeim kröfum um mannréttindavernd sem þau setja sér sjálf undir áhrifum Sameinuðu þjóðanna. Einkum á það við um kröfur um réttindi sem ekki eru af fyrstu kynslóð mannréttinda. Efni ritgerðarinnar ætti að vera til þess fallið að lesendur verði almennt betur í stakk búnir til þess að setja fyrirvara við ákvæði hinna ýmsu stjórnarskráa sem þeir kunna að lesa, þar sem ljóst ætti að vera að lestri loknum að magn réttinda samsvarar síður en svo alltaf betri gæðum réttindaverndar.

Samþykkt: 
  • 2.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ATA-MagnErEkkiSamaOgGaedi-020916.pdf912.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.pdf91.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF