is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25935

Titill: 
  • Sakhæf börn og ungmenni sem fremja alvarleg afbrot og úrræði þeim til handa. Framkvæmdin á Íslandi og í Danmörku.
  • Titill er á ensku Remedies for culpable children and adolescents who commit serious crimes. A look at Iceland and Denmark.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Líkt og titillinn gefur til kynna er meginviðfangsefni þessarar ritgerðar sakhæf börn og ungmenni sem fremja alvarleg afbrot og úrræði þeim til handa. Markmiðið er fyrst og fremst að gera grein fyrir öllum þeim úrræðum sem standa þessum tveimur hópum til boða hér á landi. Áður en vikið er að þeirri umfjöllun er reynt að skilgreina með markvissum hætti hvaða afbrot teljast alvarleg í íslenskum rétti.
    Um nokkra hríð hefur verið umræða í samfélaginu um að skortur sé á úrræði fyrir börn sem afplána óskilorðsbundna fangelsisrefsingu en litlar sem engar úrbætur hafa orðið við að koma á fót slíku úrræði. Háholt í Skagafirði, sem einnig er meðferðarheimili fyrir börn sem glíma við ýmis konar hegðunarvanda auk áfengis- og vímuefnavanda, er það úrræði sem í dag er nýtt í þessum tilgangi. Hins vegar eru fá börn dæmd í óskilorðsbundið fangelsi ár hvert auk þess sem fá börn sækja stofnanameðferð á landsbyggðinni í dag. Nýting Háholts er því af skornum skammti.
    Í ritgerðinni eru rakin sjónarmið um þörf fyrir nýtt úrræði fyrir börn sem afplána óskilorðsbundið fangelsi hér á landi en einnig eru gerðar tillögur um rýmri nýtingu úrræða sem þegar eru til staðar í íslenskum rétti og hafa frekar verið nýtt í tilvikum smávægilegra afbrota. Þá er einnig litið til Danmerkur til samanburðar og skoðuð tiltæk úrræði fyrir dönsk börn og ungmenni sem fremja alvarleg afbrot. Sérstök áhersla er lögð á svokallað ungmennaúrræði sem ætlað er sakhæfum börnum sem fremja alvarleg afbrot og er ítarlega fjallað um markmið þess og framkvæmd. Raktir eru kostir þess og gallar í þeim tilgangi að skoða hvort ástæða þyki til að taka upp sambærilegt úrræði í íslenskan rétt eða taka það til fyrirmyndar að einhverju leyti.

Samþykkt: 
  • 5.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing um meðferð lokaverkefni rafrænt.pdf134.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskjal.pdf920.1 kBLokaður til...05.09.2116HeildartextiPDF