is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25957

Titill: 
  • Efling læsis í bókmenntakennslu. Kennsluleiðbeiningar við skáldsöguna Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur ásamt greinargerð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er greinargerð með kennsluleiðbeiningum við Ljósu, sögulega skáldsögu eftir Kristínu Steinsdóttur þar sem lögð er áhersla á eflingu lesskilnings í gegnum fjölbreytt verkefni. Verkefnin byggja meðal annars á því að nemendur efli námsvitund sína með gagnvirkum lestri, treysti þekkingu sína á orðaforða og bakgrunni sögunnar fyrir lesturinn og haldi lestrardagbók sem býr þá markvisst undir þátttöku í umræðum um ýmis viðfangsefni bókarinnar í stærri og minni hópum.
    Kennsluleiðbeiningar miðast við nám á fyrsta hæfniþrepi framhaldsskólans eða efsta ári grunnskólans enda eiga nemendur þess kost að ljúka hæfniþrepinu á hvoru skólastiginu sem er. Mikilvægt er að framhaldsskólarnir, ekki síður en grunnskólarnir, einbeiti sér að því að efla lesskilning nemenda. Undantekningalítið innritast ungmenni í nám á framhaldsskólastigi að grunnskóla loknum en niðurstöður PISArannsókna benda til þess að lesskilningur fjölmenns hóps útskriftarnema úr grunnskóla sé afar slakur. Efling lesskilnings er ein leið til að styðja við nemendur og vinna á móti brotthvarfi og seinkaðri útskrift.

Samþykkt: 
  • 6.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efling læsis í bókmenntakennslu.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
vala_2016-09-06_10-51-52.pdf280.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF