is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25959

Titill: 
  • „Útvarpið og bækurnar.“ Ritgerð um útvarpið og hlutverk þess í íslenskum bókmenntum einkum í ljósi sviptinga á íslenskum bókmenntavangi á árunum 1952-1958
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Titill lokaverkefnis þessa til meistaragráðu í almennri bókmenntafræðii er „Útvarpið og bækurnar“, þennan titil notaði Sigurður Nordal sem yfirskrift fyrsta erindisins sem hann hélt í hinu nýstofnaða Ríkisútvarpi Íslendinga 20. desember árið 1930.
    „Útvarpið og bækurnar“ er einkar viðeigandi titil á þetta rannsóknarverkefni sem upphaflega beindist að þvi að komast að því hvort og hvernig Ríkisútvarpið á Íslandi hefði haft áhrif bókmenntirnar.
    Upphaflega var ætlunin var að skrá efni talmáls í útvarpinu á tveimur tímabilum nokkurra sviptinga í íslensku samfélagi sem og í bókmenntalífinu. Fyrra tímabilið miðaði við innreið nútímaljóðlistar í í íslenskt bókmenntalíf. Það seinna við umbrot í skáldsagnagerð. Efniviðurinn sem rannsaka skyldi var annars vegar bókmentirnar sem fluttar höfðu verið í útvarpi, sögur og ljóð, hefðbundið efni, alþýðlegt eða framúrstefnulegt en einnig að skoða hvernig þetta efni endurspeglaði átök á bókmenntavangi eins og ég kýs að þýða hugtak franska hugsuðarins Pierres Boudieu champ. Samfara þessu þótti nauðsynlegt að gera grein fyrir þessum byltingarkenda miðli sem útvarpið var í samfélaginu og tengslum þess við móderníska hugsun, en á síðustu árum hafa nokkrir fræðimenn dregið fram tengsl útvarpsins við módernismann, ekki síst móderískar bókmenntir. Að sama skapi reyndist líka nauðsynlegt að skoða upphaf og þróun módernismans á Íslandi. Tímabilið sem er skoðunar eru 7 ár frá 1952-1958, einkum upphafs- og lokaárið en á báðum þessum árum voru haldnir fjölmennir stúdentafundir í Reykjavík um hina nýju ljóðlist, reyndar tveir árið 1952. Fundirnir árið 1952 vöktu mikla athygli vegna heiftúðar hefðarsinna í garð hinnar nýju ljóðlistar sem líkt var við óværu sem ætti eftir að ganga að íslenskum skáldskap dauðum. Fundurinn árið 1958 var öllu yfirvegaðri en þar voru kynnt þau skáld sem höfðu orðið hvað harðast úti í orrahríðinni sjö árum fyrr. Hátíðarsalur háskólans troðfyllltis og fyrir jólin mátti kaupa hljómplötur með ljóðalestri margra skáldanna eins og Jóns Óskars, Hannesar Pétursson, Stefáns Harðar Grímssonar og Einars Braga. Afar ólík ljóðskáld sem unnu saman ásmt fjölmörgum öðrum að því að vinna hinni nýju stefnu fylgis. Og þeim tókst það, en vissulega ekki einum og síður en svo með astoð útvarpsins eins og rannsóknin leiddi í ljós,heldur fyrst og fremst með því standa fyrir umræðu og kynna nýtt án þess að gleyma hinu gamla, hefðbundna og alþýðlega og við það studdi Ríkisútvarpið dyggilega. Sjötti áratugur 20. aldarinnar er áratugurinn sem beygjunni var náð í átt til dýnamísks samlífs hins nýja og hins gamla í ljóðlistinni.
    Til þess að átta sig á þessum sviptingum var beitt helstu kenningum franska félagsfræðingsins og heimspekingins Pierre Boudieu og belgíska þýðingafræðingsins André Lefever sem horfa á samfélagið sem margskipt um leið og vangarnir eða kerfin sem þar eru fyrir hendi eiga í stöðugri togstreitu samtímis því að leita leiða samvinnu um hugmyndir.
    Það var spennandi að skoða hinar áhrifamiklu sviptingar á bókmenntavangi út frá stöðu og áhrifamætti útvarpsins, Ríkisútvarps, sem gerði að verkum að allir gátu fylgt með öllu, sem fyrir fimmtíu árum hafði vissulega aðra merkingu en það hefur í dag. Í sögu útvarpsins er óneitanlega fólgin áður ókannaður hluti menningarsögu og bókmenntanna.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 6.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing js.pdf331.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Viðauki við Ritgerð Jórunn Sig.pdf890.08 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Jórunn útvarpið.pdf1.69 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Kapa .pdf1.15 MBOpinnKápaPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðinni „Útvarpið og bækurnar“ fylgir skrá yfir það efni sem var á dagskrá útvarpsins á árinu 1952 og 1958 sem áhugavert er að skoða í tengslum við ritgerðina.