is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25974

Titill: 
  • Íslenskukennsla tvítyngdra nemenda í tíu grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
  • Titill er á ensku Teaching Icelandic to bilingual students in ten comprehensive schools in the capital area.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Menningarleg fjölbreytni hefur aukist mikið í íslensku samfélagi á undanförnum árum. Samfara þessari þróun hefur tvítyngi í íslenskum skólum aukist og mikilvægi þess að efla íslenskukunnáttu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Færni tvítyngdra nemenda í íslensku er forsenda þess að þeir geti aflað sér menntunnar í íslensku skólakerfi og verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Skilyrði og tilhögun íslenskukennslu tvítyngdra nemenda skiptir því miklu fyrir horfur þeirra í íslensku skólakerfi og framtíð í íslensku samfélagi.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna skilyrði og tilhögun íslenskukennslu tvítyngdra nemenda í tíu grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Tíu kennarar í jafnmörgum grunnskólum í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókninni. Með einni undantekningu höfðu kennararnir umsjón með íslenskukennslu tvítyngdra nemenda í sínum skóla. Margir viðmælendanna höfðu lokið framhaldsmenntun á sviði menntavísinda og starfsreynsla þeirra var á bilinu fimm til 43 ár. Reynsla þeirra af kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku var á bilinu eitt til 24 ár.
    Tekin voru hálfopin einstaklingsviðtöl við kennarana tíu. Viðtalsrammanum var skipt í fjóra þætti sem tengdust skólanum, kennslunni, samstarfi kennara og aðlögun nemenda. Í hverjum þætti voru fimm til sex spurningar. Auk þess voru allir viðmælendurnir spurðir þriggja upphafsspurninga um bakgrunn þeirra. Í lok viðtalsins voru viðmælendurnir beðnir um að ræða um það sem þeim finndist vel gert og mætti bæta í tengslum við málaflokkinn almennt í íslensku samfélagi.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að þrennskonar skipulag er í íslenskukennslu tvítyngdra nemenda í grunnskólunum tíu. Í fyrsta lagi fer kennsla tvítyngdra nemenda fram í móttökudeild þar sem erlendir nemendur fá markvissa kennslu í íslensku og aðstoð við aðlögun í að minnsta kosti eitt ár áður en þeir taka fullan þátt í skólastarfi inni í almennum bekk. Í öðru lagi er íslenskukennslan hluti af sérkennslu skólans. Í þriðja lagi er íslenskukennsla tvítyngdra nemenda á ábyrgð eins kennara sem sinnir kennslunni samhliða umsjónarkennslu þegar hann hefur lausar stundir í stundatöflunni. Kennslan fer yfirleitt fram í hóp en það eru aldrei fleiri en sjö nemendur í hverjum hóp í skólunum tíu. Ef þörf krefur fá nemendurnir einstaklingskennslu. Áhersla er lögð á kennslu grunnorðaforða en eftir því sem nemendurnir eru eldri því meira tengist íslenskukennslan námsefni nemenda. Samstarf milli umsjónarkennara tvítyngdra nemenda og þeirra kennara sem kenna þeim íslensku sem annað mál er með tvennskonar hætti. Annarsvegar er samstarfið reglulegt í formi funda en hins vegar á samstarfið sér stað í óformlegum aðstæðum og ekki með reglulegu millibili.
    Helstu samskiptaleiðir viðmælenda við foreldra eru í gegnum tölvupóst eða í viðtölum. Túlkar eru alltaf kallaðir til í viðtölum ef þörf er á því. Almennt er ekki boðið upp á móðurmálskennslu fyrir tvítyngda nemendur á skólatíma heldur sækja nemendurnir móðurmálskennslu í tungumálaskólum um helgar. Það er á ábyrgð foreldra að börnin þeirra sæki nám í tungumálaskólunum.
    Móttaka tvítyngdra nemenda er misjöfn í skólunum tíu og ekki er alltaf farið eftir móttökuáætlun. Viðmælendur hafa það samt sem áður sameiginlegt að boða foreldra og nemendur í móttökuviðtal áður en nemendurnir hefja nám í skólanum. Umhverfi skólanna er ekki hannað með erlenda nemendur í huga nema að því leyti að sjónrænar stoðir eru í kennslustofum. Almennt taka tvítyngdir nemendur jafnmikinn þátt í tómstundum utan skólatíma og aðrir nemendur í skólunum tíu en það er algengt að ungir tvítyngdir nemendur taki minni þátt í frístundastarfi að loknum skóladegi.
    Í heild varpa niðurstöðurnar ljósi á skilyrði og fyrirkomulag íslenskukennslu tvítyngdra nemenda í tíu grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Ályktanir út frá niðurstöðunum eiga því við þessa skóla. Í ljósi niðurstaðnanna og mikilvægi viðfangsefnisins væri áhugavert að gera aðra rannsókn til að athuga hversu vel niðurstöðurnar eiga við aðra grunnskóla.Hægt er að nýta inntak og niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að skoða skilyrði og tilhögun íslenskukennslu tvítyngdra nemenda á öllu landinu en nota þá annarskonar rannsóknaraðferðir. Jafnframt væri áhugavert að skoða einstaka þætti rannsóknarinnar betur.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years cultural multiplicity has increased in Icelandic society. Along with this development, bilingualism in Icelandic schools and the importance of strengthening Icelandic skills for students with Icelandic as a second language, has increased as well. Bilingual students’ competence in Icelandic language is a great precondition so they can be educated in an Icelandic school system and can become active participants in Icelandic society. Therefore conditions and teaching arrangements in Icelandic for bilingual students are of great importance for the students’ success in Icelandic schools and their future in Icelandic society.
    The purpose of this study was to look into conditions and teaching arrangements in Icelandic for bilingual students in ten comprehensive schools in the capital area. The research question was: How are the conditions and teaching arrangements in teaching Icelandic to bilingual students in ten comprehensive schools in the capital area? Ten teachers in ten comprehensive schools in four municipalities in the capital area participated in the research. With one exception, all the teachers were in charge of teaching Icelandic to bilingual students in their school. Many of the participants had finished graduate degrees in the field of education and their working experience varied from five to 43 years. Their experience in teaching Icelandic to bilingual students varied from one to 24 years.
    The teachers were interviewed individually by using a semi-structured interview approach. The questions in the interview were divided into four categories concerning the school, the teaching, the teachers’ cooperation and the students adjustment to the school. Each category had five to six questions. The participants were also asked three initial questions about their background. At the end of the interview the participants were asked to discuss what they thought was done well concerning the field of bilingual students in Icelandic society, and what could be done better.
    The main research results show that there are three types of teaching arrangements in teaching Icelandic to bilingual students in the participants’ schools. First there is a reception center were foreign students get systematic teaching in Icelandic and help in adjusting to the school system for at least one year before they fully participate in regular classes. Secondly the Icelandic teaching for bilingual students is part of the special education in the schools. Thirdly the Icelandic teaching for bilingual students is the responsibility of one teacher who attends to it when he has free periods in his timetable. The teaching usually takes part in a group but the maximum student number in each group is seven. The students get private teaching if necessary. Great emphasis is on vocabulary instruction, but when students are older the Icelandic teaching is more curriculum based. The cooperation between bilingual students class teachers and the teachers who teach them Icelandic as a second language is of two kinds. On the one hand the cooperation is in the form of regular meetings but on the other hand the cooperation is irregular and takes place in informal circumstances.
    The participants contact the students parents mainly by emails or during parent-teacher interviews. Translators are always available for the interviews if necessary. In general bilingual students do not receive teaching in their native language during school hours but they go to language school during the weekends were they receive teaching in their native language. It is the parents’ responsibility that their children go to these language schools.
    The reception of bilingual students differ between the ten schools and they do not always follow a specific reception program. However, what the participants do have in common is that they call the parents and the students in for a reception interview before the students start school. The school environment is not designed with the needs of foreign students in mind, except for the visual supports in the classrooms. In general bilingual students in the ten schools participate in after school leisure activities at the same rate as other students, but it is common that young bilingual students are less involved in the after school centers.
    Overall the results reveal the conditions and teaching arrangements in Icelandic teaching for bilingual students in ten comprehensive schools in the capital area. Therefore the assumptions from the results concern these schools. In view of the results and the importance of the issue it would be interesting to do another research to examine how well the results apply to other comprehensive schools. It is possible to use the content and the results of this research to examine the conditions and teaching arrangements in Icelandic as a second language in the whole country by using different research methods. It would also be interesting to observe better single factors from the research.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AdalheidurEinarsdottir- Lokaeintak-pdf.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf34.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF