is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25985

Titill: 
  • ,,Góð samskipti innan hópsins skipta meira máli en að ná sínu fram'' : skapandi hópverkefni 2015
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Líklega eru flestir þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að prófa nýja hluti og rannsaka hvernig til tekst. Meginviðfangsefni þessarar rannsóknar er að skoða hver reynsla grunnskólakennaranema á Menntavísindasviði var af því að taka þátt í Skapandi hópverkefni árið 2015. Boðið hefur verið upp á Skapandi hópverkefni sem valkost við gerð lokaverkefnis til B.Ed.-prófs frá árinu 2013. Markmið rannsóknarinnar er að efla skilning á því hvað styrki samvinnu og hvað hindri hana og meta hlutverk sköpunar í verkefninu. Reynt er að varpa ljósi á það sem kennaranemarnir telja vera helstu áskoranir og ávinninga við að taka þátt í þessu verkefni, hvernig þeim tókst að vinna saman og hvernig þeim gekk að ná settum markmiðum Skapandi hópverkefnis um samvinnu og sköpun.
    Í rannsókninni var eigindlegum aðferðum beitt og byggt á viðtölum við kennaranema, ígrundunum þeirra í verklok og vettvangsathugunum. Þátttakendur í Skapandi hópverkefni árið 2015 voru 25. Rætt var við sex kennaranema sem höfðu verið þátttakendur í verkefninu. Viðtölin voru tekin í lok apríl 2015 en ígrundanir skrifuðu allir nemarnir í lok apríl eða byrjun maí sama ár.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að kennaranemarnir voru almennt mjög ánægðir með þátttöku sína og fannst þeir hafa afrekað miklu á þessum stutta tíma. Flestir nefndu að þeim fyndist þeir taka mikinn lærdóm með sér sem komi til með að nýtast í kennarastarfinu. Af niðurstöðum að dæma má ætla að samvinna og andi innan hópsins verði öðruvísi þegar fólk vinnur í hópum þar sem þátttakendur þekkjast vel þegar verkefni hefst heldur en þar sem þeir þekkjast lítið í upphafi vinnunnar. Kennaranemum reyndist mun erfiðara að tala um sköpunarþáttinn en samvinnuna. Þeir töldu skoðun sína á sköpun þó hafa breyst meðan á hópverkefninu stóð. Allir viðmælendur voru með ákveðnar hugmyndir um hvað sköpun væri.
    Í hæfniviðmiðum fyrir Skapandi hópverkefni er áhersla lögð á sköpun, samvinnu, kennslufræði og kennarastarfið og því lá beinast við að kanna helst þessa þætti. Að mörgu er að hyggja þegar unnið er saman í stórum hópi undir sameiginlegri yfirskrift og margvísleg atriði sem gæta þarf að. Reynsla kennaranemanna af slíku starfi á án efa eftir að nýtast þeim í kennarastarfinu, bæði í samstarfi við aðra kennara og við að skipuleggja hópstarf nemenda.

  • Útdráttur er á ensku

    The primary subject of this research is to find out what experience, those who are studying to become primary school teachers, got from participating in Creative Teamwork in 2015. Creative Teamwork is an assignment option for the B.Ed. degree which was first available in 2013. The goal of the study was to get better understanding of what strengthens teamwork and what weakens it. Attempts will be made to highlight what teacher education students think are the biggest challenges and benefits of this assignment, how they handle working together, and how they managed to reach the Creative Teamwork goals, cooperation and creation.
    The research was qualitative and was based on interviews from teacher education students, their thoughts upon the assignment's completion and their observations made in the field. In 2016, there were 25 participants in the creative teamwork. Six teacher education students that had participated in the assignment were interviewed; the interviews were taken at the end of April 2015, but their thoughts on completion were written by the students at the end of April or early May of the same year.
    The results of the research revealed that teacher education students were generally very happy with their participation and felt they had achieved a lot in a short period of time. Most mentioned that they felt that they can use the lessons learned from the teamwork when they themselves start teaching. The results also shows that the teamwork and the team's spirit is better when the participants know each other before the assignment than if they are less familiar with each other beforehand. It was more difficult to get the teacher education students to talk about the creative component of the assignment and there were few that thought that their opinion on creation had changed during the duration of the assignment. However, all of the participants had their own specific ideas of what creation really is.
    Because the emphasis of the Creative Teamwork assignment was on creativity, teamwork, education and the teaching profession, these aspects needed to be explored. A lot of planning has to be done when working together in such a large group along with many things which need to be controlled. This experience will without a doubt help the teacher education students in their future profession, both while collaborating with other teachers as well as organizing their students' group work.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing skemman.pdf152.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð .pdf880.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna