is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25986

Titill: 
  • „Svona á þetta bara ekki að vera“ : rannsókn á brotthvarfi leikskólakennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á ástæður þess að leikskólakennarar ákveða að hverfa úr því starfi sem þeir hafa menntað sig til og snúa sér að einhverju allt öðru. Þetta er tilviksrannsókn þar sem aðferðum eigindlegra rannsókna var beitt en þar var gagna aflað með viðtölum við tíu leikskólakennara sem hafa skipt um starfsvettvang en unnu áður í leikskólum hjá Reykjavíkurborg. Þessir kennarar, allt konur, höfðu ólíkan starfsaldur og einnig er mislangt síðan þeir útskrifuðust sem leikskólakennarar.
    Helstu niðurstöður gáfu til kynna að ástæður fyrir brotthvarfi leikskólakennara eru bæði þættir í starfi og starfsumhverfi leikskólakennara og í samfélaginu. Þeir þættir í starfi og starfsumhverfi sem komu skýrast fram tengjast álagi af ýmsum toga, stjórnun og umbun en sterkustu samfélagslegu þættirnir tengjast viðhorfum, kjarasamningum og pólitískum ákvörðunum. Niðurstöður leiddu í ljós að ástæður þátttakenda fyrir brott¬hvarfi voru misjafnar en margþættar þannig að margir þættir sköruðust þrátt fyrir að sögurnar að baki væru ólíkar. Hluti þátttakenda var ekki kominn á endastöð í náms- eða starfsferli og hluti fékk tækifæri sem hann ákvað að nýta sér. Það sem niðurstöður leiddu þó í ljós var að ef ekki hefðu komið til ákveðnir þættir sem hér verða flokkaðir sem ástæður brotthvarfs, er óvíst að þátttakendur hefðu allir farið í annað nám eða gripið þau tækifæri sem buðust. Einnig kom í ljós að hluti þeirra rakti brotthvarf sitt til stjórnunartengdra þátta og hluti rakti það beint til niðurskurðar í kjölfar efnahags¬kreppunnar.
    Af niðurstöðum má draga þá ályktun að leikskólakennaraskortur og skortur á faglegum stuðningi kennara sé stór ástæða fyrir brotthvarfi margra þeirra sem tóku þátt í þessari rannsókn og hann tengist mjög mörgum þeirra þátta sem nefndir voru sem ástæður brotthvarfs. Af niðurstöðum má draga ýmsar ályktanir um endurbætur sem hugsanlega gætu dregið úr hættu á brotthvarfi af þessum orsökum.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_Asta_Julia_Hreinsdottir_2016.pdf892.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
astajulia_Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf477.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF