is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25989

Titill: 
  • Bút fyrir bút : saga bútasaums á Íslandi frá upphafi til ársins 1980
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni og tilgangur rannsóknarinnar er að leita upphafs og skrá sögu bútasaumshandverks á Íslandi fram til ársins 1980. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á sögu bútasaums á Íslandi. Unnið var út frá rannsóknarspurningunni: Hver er saga bútasaums á Íslandi fram til ársins 1980 og hvernig hefur sú saga varðveist í verkum og heimildum? Til að svara þeirri spurningu var notuð aðferðafræði eigindlegra rannsókna við gagnaöflun. Hún fólst í vettvangsathugunum, viðtölum og leit að rituðum heimildum.
    Rannsóknin leiddi í ljós að saga bútasaums hér á landi nær mun lengra aftur í tímann en áður var talið. Einnig fundust fleiri, eldri og ítarlegri heimildir en ráð var fyrir gert. Rúmlega sjötíu bútasaumsverk með sögulegt vægi fundust, bæði á söfnun og í einkaeigu. Út frá gögnum rannsóknarinnar er hægt að álykta að ítarlegri rannsóknir myndu leiða í ljós áður óþekkt bútasaumsverk og heimildir sem þeim tengjast. Helstu niðurstöður gefa til kynna að bútasaumshandverk eigi hlutdeild í textílsögu Íslands og að sú hlutdeild sé merkilegri en áður var talið. Einnig benda niðurstöður til þess að aðferðir og skapandi vinnuferli bútasaums falli vel að þeim þremur efnisflokkum sem eru skilgreind hæfniviðmið fyrir textílmennt í Aðalnámskrá grunnskóla 2013.

Athugasemdir: 
  • Tillaga að efnisorðum: Bútasaumur, Bótasaumur, Útskurðarsaumur, Stunga, Vattstunga, Ásaumur, Applikering.
Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf5.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf200.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF