is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25990

Titill: 
  • Áhrif líkamlegs atgervis á andlega líðan
  • Titill er á ensku Association between physical condition and mental health
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að skoða tengsl líkamlegs atgervis og andlegrar líðanar, þar sem líkamlegt atgervi er skilgreint sem hreyfing, þrek, gripstyrkur, lóðrétt hopp og líkamsfita, og andleg líðan er skilgreind sem líkamsmynd, sjálfsálit og þunglyndi. Rannsóknir hafa bent til þess að dagleg hreyfing, gott þrek og lítil líkamsfita hafi jákvæð áhrif á andlega líðan. Gripstyrkur og lóðrétt hopp í tengslum við andlega líðan hafa hins vegar lítið verið skoðuð.
    Vorið 2015 fór fram rannsókn þar sem skoðaðir voru nemendur í 10. bekk úr sex grunnskólum af höfuðborgarsvæðinu. Alls tók 301 nemandi þátt, þar af 122 drengir og 179 stúlkur. Hreyfing var mæld með hreyfimælum og þrek með hámarks-afkastagetuprófi á hjóli. Gripstyrkur, lóðrétt hopp og líkamsfita voru einnig mæld með hlutlægum mælingum. Líkamsmynd, sjálfsálit og þunglyndi var metið út frá spurningalista sem svarað var á rafrænu formi, þar sem spurningarnar koma frá stöðluðum spurningalistum. Til að skoða áhrif líkamlegs atgervis á andlega líðan var framkvæmd fjölbreytu-aðhvarfsgreining þar sem leiðrétt var fyrir kyni.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að líkamlegt atgervi hafði marktæk tengsl við andlega líðan. Ólíkt fyrri rannsóknum hafði hreyfing engin tengsl við andlega líðan. Einnig fundust neikvæð tengsl á milli líkamsfitu og líkamsmyndar, β = –0,464, p < 0,01, neikvæð tengsl á milli líkamsfitu og sjálfsálits, β = –0,239, p < 0,01 og neikvæð tengsl á milli þreks og þunglyndis, β = –0,354, p < 0,01. Þessar niðurstöður gefa til kynna að ungmenni með litla líkamsfitu og gott þrek séu líklegri til að búa við góða andlega líðan.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research is to evaluate the association between physical condition and mental well-being, where physical condition is defined as physical activity, aerobic fitness, grip strength, vertical jump and body fat and mental well-being is defined as body image, self esteem and depression. Previous studies have shown that physical activity, aerobic fitness and low body fat has a positive effect on mental well-being. Grip strength and vertical jump has limited been evaluated in association with mental well-being.
    The research took place in the spring 2015 and examined pupils from 10th grade. A total of 301 10th grade pupils from six elementary schools in Reykjavík participated, thereof 122 boys and 179 girls. Physical activity was measured by accelerometer and aerobic fitness by maximal test on a bicycle. Grip strength, vertical jump and body fat were also assessed by objective measures. Mental well-being was measured with a questionnaire including questions on self-esteem, body image and depression. Stepwise multiple regression, adjusted for gender, was conducted to examine the associations between physical condition and mental well-being.
    The results show that physical condition is significantly associated with mental well-being. Unlike previous studies physical activity had no correlation with mental well-being. The results also show negative association between body fat and body image, β = –0.464, p < 0.01, negative association between body fat and self esteem, β = –0.239, p < 0.01 and negative association between aerobic fitness and depression, β = –0.354, p < 0.01. These results indicate that adolescent with low body fat and good aerobic fitness are more likely to have better mental well-being.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.Bjarki_Gislason_2016.pdf1.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf37.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF