is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25994

Titill: 
  • Náttúrufræðikennsla á yngsta stigi og miðstigi : viðhorf umsjónarkennara og aðstæður til náms og kennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftir að Ísland hóf þátttöku í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum undir lok síðustu aldar (PISA, TIMSS o.fl.) beindist athyglin í vaxandi mæli að námi og kennslu í náttúruvísindum eða náttúrugreinum, eins og það svið er nefnt í núgildandi aðalnámskrá. Í kjölfarið hafa nokkrar innlendar rannsóknir verið gerðar á stöðu náttúruvísinda, inntaki þeirra og aðferðum við kennslu. Meginmarkmið þessa verkefnis er að skoða viðhorf umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla gagnvart kennslu náttúruvísinda, auk þess að skoða aðstæður til náms og kennslu greinarinnar. Notast var við blandað rannsóknarsnið þar sem fyrst var leitað eftir viðhorfum og hugmyndum reyndra náttúrufræðikennara með viðtölum og rýnt í fyrri rannsóknir til að leggja grunn að spurningakönnun sem síðan var lögð fyrir í 60 grunnskólum um allt land. Notast var við kerfisbundið tilviljunarúrtak (e. systematic random sampling) þar sem þriðji hver skóli varð fyrir valinu. Svör bárust frá 131 kennurum í 34 skólum. Athygli var beint að bakgrunni svarenda og afstöðu til náttúruvísinda, auk þess sem horft var til skipulags náms, kennsluaðferða og aðstæðna kennara til kennslu náttúrufræða.
    Samkvæmt niðurstöðum sjá umsjónarkennarar yfirleitt sjálfir um kennslu náttúruvísinda í sínum umsjónarbekkjum, þótt undantekningar hafi fundist á því. Flestir telja menntun og kunnáttu kennara í náttúrufræði frekar góða og telja hana auðvelt fag að kenna. Nokkur hluti svarenda taldi sig skilja hugtök náttúrufræða vel og vera færa um að miðla þeim en fáir sögðust nota fræðiorð í kennslu. Búnaður og tæki til verklegrar kennslu virtist veikburða og svo virtist sem margir svarenda teldu slíkt ekki skipta meginmáli með hliðsjón af því námsefni sem notast var við. Af undirsviðum náttúrugreina sögðust fæstir eiga auðvelt með að kenna eðlis- og efnafræði og sögðust flestir sammála því að ákvæði aðalnámskrár þyrftu að vera skýrari og meira leiðbeinandi. Flestir segjast reyna að nýta sér hæfniviðmið núgildandi aðalnámskrár. Svarendur sögðu fagstjóra, deildarstjóra eða skólastjóra ekki hafa áhrif á hvað væri kennt. Fagstjórar í náttúrufræði reyndust jafnan ekki vera til staðar í þeim skólum sem rannsóknin náði til. Kennsla náttúruvísinda fer yfirleitt fram í almennum kennslustofum frekar en sérútbúnum náttúrufræðistofum, og kennsluhættir yfirleitt í formi umræðna eða innlagna og fyrirlestra líkt og komið hefur fram í fyrri rannsóknum hérlendis á náttúruvísindakennslu.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kápa - Náttúrufræðikennsla á yngsta stigi og miðstigi.pdf1.62 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_31.5.16.pdf111.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF