is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26008

Titill: 
  • ,,Mér finnst gaman að geta gefið af mér" : sýn leiðsagnarkennara á leiðsagnarhlutverkið
  • Titill er á ensku "I like being able to contribute to others"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Í þessari rannsókn er fjallað um hlutverk leiðsagnarkennara, þann faglega ávinning sem þeir telja að fylgi leiðsagnarhlutverkinu og hvernig best sé að undirbúa þá undir leiðsögn við kennaranema á vettvangi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að góður stuðningur við verðandi kennara er mikilvægur og margar kenningar hafa komið fram um markmið með starfstengdri leiðsögn. Engu að síður er lítið vitað um reynslu íslenskra kennara af leiðsagnarhlutverkinu. Markmið rannsóknarinnar er að leita svara við rannsóknarspurningunni: Hver er sýn leiðsagnarkennara á leiðsagnarhlutverkið, í ljósi eigin reynslu við leiðsögn kennaranema á vettvangi? Rannsóknin fór fram skólaárið 2015 – 2016. Gagna í rannsóknina var aflað með eigindlegum rannsóknaraðferðum, tekin voru hálfopin viðtöl við sex leiðsagnarkennara á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Allir viðmælendur hafa mikla reynslu af kennslu og leiðsögn við kennaranema. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að upplifun og reynsla viðmælenda af leiðsagnarhlutverkinu og samskiptum við kennaranema er almennt góð, þó takast þurfi á við ýmsar hindranir. Leiðsagnarkennarar nota fjölbreyttar aðferðir við leiðsögn og telja mikinn faglegan ávinning fylgja því að sinna leiðsagnarhlutverkinu, sem hefur beint og óbeint áhrif á starfsþróun þeirra. Stærsta hindrunin í sambandi við leiðsagnarhlutverkið er tímaskortur. Kallað er eftir meiri virðingu fyrir mikilvægi leiðsagnarhlutverksins og meira samstarfi við þá háskóla sem annast menntun kennaranema, með auknum samskiptum og meiri fræðslu til leiðsagnarkennara og skólasamfélagsins. Niðurstöðurnar styðja mikilvægi þess að undirbúningur fyrir hlutverkið sé góður, hlutverk allra séu skýr og tekið sé tillit til þess umfangs sem hlutverkið krefst.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf246.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF