is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26009

Titill: 
  • Tímabilaskipting í knattspyrnu : skrásetning þjálfunar og afkastagetumælingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Skipulagning á tímabilaskiptingu knattspyrnuliða fyrir hvert æfinga- og keppnistímabil er mikilvægt. Með henni er æfingaáætlunin sett markvisst fram til að stjórna tíðni æfinga, æfingamagni og ákefð á æfingum. Til að sjá hvort álagsstjórnun tímabilaskiptingar sé að ganga upp er mikilvægt fyrir þjálfara að mæla afkastagetu leikmanna. Til eru mörg próf til að mæla líkamlega afkastagetu knattspyrnumanna. Þetta eru mælingar eins og Yo-Yo IE2 prófið, 5x30 metra endurteknir sprettir, hámarksstyrkur (1RM), uppstökk og liðleikamælingar. Allt eru þetta mælingar sem tengjast líkamlegri afkastagetu sem skipta verulegu máli í knattspyrnuþjálfun.
    Markmið: Markmið þessa verkefnis er að skrásetja og fylgja eftir tímabilaskiptingu yfir heilt keppnisár hjá knattspyrnuliði í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi. Þrjár mælingar voru framkvæmdar þar sem markmiðið var að bera saman niðurstöður þeirra til að sjá hvort álagstjórnun tímabilaskiptingarinnar hafi haft áhrif á afkastagetu leikmanna liðsins.
    Aðferð: Þátttakendur (n=22) voru leikmannahópur liðs í efstu deild karla í knattspyrnu keppnisárið 2015. Skrásett var tíðni, ákefð og magn þjálfunar yfir keppnisárið auk þess sem þátttakendur þreyttu afkastagetumælingar á þremur mismunandi tímapunktum yfir keppnistímabilið.
    Helstu niðurstöður: Við skrásetningu á tímabilaskiptingu knattspyrnuliðsins sýndu niðurstöður að liðið náði hámarksafkastagetu þegar æfingaákefðin var sem hæst. Niðurstöður mælinga sýndu að þátttakendur náðu að meðaltali betri útkomu úr afkastagetumælingum í mælingu 2 í samanburði við upphafsmælingar og lokamælingar. Tölfræðilegur marktækur munur kom fram á fituprósentu, Yo-Yo IE2 prófinu og liðleika á milli upphafsmælinga og mælingar 2 sem sýndi framfarir á leikmannahópnum.
    Ályktun: Álykta má að ef til vill hafi tíðni æfinga, æfingamagn og álag innan tímabilaskiptingar þjálfunarinnar hjá liðinu ekki gengið nægilega vel eftir. Liðið var í botnbaráttu og lauk keppnistímabili í neðsta fjórðungi deildarinnar. Mögulega var æfingamagn á miðju keppnistímabilinu of mikið sem gæti hafa valdið of mikilli þreytu í leikmannahópnum. Liðið bætti sig í afkastagetuprófum í samræmi við álagsstjórnun tímabilaskiptingarinnar en mögulega var álagi og æfingamagni ekki stjórnað nægilega vel á keppnistímabili.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tímabilaskipting í knattspyrnu.pdf2.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf121.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF