is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2600

Titill: 
  • „Við erum hluti af heild.“ Tilviksathugun á borgaravitund íslenskra ungmenna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í þekkingu nokkurra íslenskra ungmenna á
    lýðræði, rétti fólks, ábyrgð og áhrifum. Tilgangurinn er að öðlast skilning á því hvaða
    merkingu þau leggja í þessi hugtök, hver reynsla þeirra sé af þátttöku og fá fram hvaða
    þjóðfélagsmálefni þeim eru hugleikin. Eigindleg aðferð var notuð við söfnun og
    úrvinnslu gagna. Tekin voru einstaklingsviðtöl við fimm ungmenni á aldrinum 12 til 17
    ára frá febrúar til júlí 2008.
    Meginþemu sem koma fram eru annars vegar neikvæð upplifun ungmennanna af
    ýmsum birtingarmyndum stjórnmálanna, ekki síst í aðdraganda kosninga, og hins vegar
    áhugi á umhverfismálum. Önnur samfélagsmál sem virðast þeim hugleikin eru
    jafnréttismál og málefni innflytjenda. Ungmennin þekktu öll einhverjar leiðir borgara til
    að tjá skoðun sína og leitast við að hafa áhrif. Þau telja t.d. öll víst að þau muni kjósa í
    almennum kosningum en efasemdir komu fram um áhrifamátt mótmæla almennings.
    Flest ungmennin lýstu einhverri reynslu af þátttöku og tækifærum til áhrifa. Upplifun
    þeirra af því hver raunveruleg áhrif þeirra væru var mjög misjöfn. Ungmennin gátu sett
    réttindi og skyldur borgara að einhverju leyti í samhengi við lýðræðishugtakið og dæmi
    komu fram um hvernig þau litu á eigin ábyrgð og réttindi sem borgara í
    lýðræðissamfélagi. Sterkast komu fram þær skyldur að kjósa og hlíta lögum. Það
    viðhorf að við séum hluti af heild og berum sameiginlega ábyrgð kom einnig fram.
    Niðurstöðurnar veita innsýn í borgaravitund ungmennanna sem rætt var við og gefa
    vísbendingar um hugðarefni þeirra, þekkingu og afstöðu á þeim tíma sem viðtölin voru
    tekin. Þær gefa dæmi um hvernig greina má að mismunandi þætti borgaravitundar með
    það fyrir augum að gera starf sem miðar að eflingu borgaravitundar markvissara.
    Niðurstöðurnar nýtast sem framlag til þess að safna upplýsingum um borgaravitund
    íslenskra ungmenna og til viðmiðunar við undirbúning megindlegrar rannsóknar.

Samþykkt: 
  • 12.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAlokaskiljan09A_fixed.pdf807.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman.pdf293.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF