is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26015

Titill: 
  • Landnemaskólinn II : rýnt í gerð og notkun námskrár í fullorðinsfræðslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa meistaraverkefnis og meginmarkmið er að rýna í gerð og notkun námskrárinnar Landnemaskólinn II, sem ég vann að og þróaði í starfi mínu sem verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi. Námskrár vottaðar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ætlaðar til fullorðinsfræðslu innflytjenda hérlendis annarrar en íslenskukennslu eru einungis tvær; Landnemaskóli og Landnemaskólinn II, báðar gefnar út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Landnemaskólinn II kom út árið 2011 og fékk vottun til tilraunakennslu hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2012 og aftur 2014.
    Markmið ritgerðarinnar er að skoða tengsl námskrárinnar Landnemaskólinn II við áherslur í fræðilegri umfjöllun um námskrárgerð, nám fullorðinna og fjölmenningarlegt nám. Í ritgerðinni leita ég svara við fjórum lykilspurningum: 1. Hvaða áherslur við gerð nýrra námskráa má greina við gerð Landnemaskólans II? 2. Hvernig hentar Landnemaskólinn II til kennslu fullorðinna? 3. Hvernig koma áherslur í fjölmenningu fram í Landnemaskólanum II? 4. Hvernig tókst að ná markmiðum námskrárinnar Landnemaskólans II við framkvæmd?
    Svörin við þessum fjórum spurningum eru fengin með því að skoða helstu fræðilegar áherslur í námskrárgerð og bera saman við Landnemaskólann II. Ég skoða hvað einkennir fullorðna námsmenn, hvaða áherslur þarf að hafa að leiðarljósi í námi fullorðinna og hvernig Landnemaskólinn II mætir þeim. Ég dreg fram aðalatriðin i fjölmenningalegri menntun og kennsluháttum og geri grein fyrir hvernig þær áherslur koma fram í Landnemaskólanum II. Ég skoða Landnemaskólann II með sjónarhorni fræðilegra aðferða við mat á skólastarfi.
    Helstu niðurstöður eru að námskráin Landnemaskólinn II þarf að að vera sveigjanleg í framkvæmd en uppfyllir kröfur um námskrárviðmið, hentar til fullorðinsfræðslu innflytjenda og er gagnleg viðbót í málaflokkinn fræðslumál erlendra námsmanna.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26015


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LandnemaskólinnII_rýnt í gerð og notkun_gve.pdf971.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_01.06.2016_gve.pdf179.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF