is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26040

Titill: 
  • „ég kosta BARA 200.000 krónur...“ : leiðir til að vinna með fjármálalæsi í grunnskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjármálalæsi er fremur nýtt hugtak og felur í sér getu til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjárhagslega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklinga. Aukin áhersla á fjármálalæsi í námi og kennslu ætti að geta leitt til betri lífsgæða allra samfélagsþegna. Markmið þessa meistaraprófsverkefnis var að finna leiðir til að vinna með fjármál og efla fjármálalæsi í grunnskólum og þróa námsefni fyrir unglinga. Gerð voru fjögur verkefni sem reyna á ýmsa þætti tengda fjármálum og var rannsakað hvernig þau reyndust í kennslu.
    Rannsóknin, sem var eigindleg vettvangsathugun, var framkvæmd í febrúar 2016 og tóku alls 44 nemendur í 10. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þátt. Um var að ræða tvo bekki og voru fjármálaverkefnin fjögur lögð fyrir báða bekkina þar sem samræður nemenda við úrlausn verkefna voru teknar upp. Við úrvinnslu gagna var þemagreiningu beitt og sjónum beint að umræðum, samvinnu og viðhorfi. Greind voru fjögur þemu út frá rannsókn námsefnisins og eru þau: þátttaka nemenda, viðhorf nemenda, áhugi nemenda og skilningur nemenda. Einnig var sjónarhorn kennara skoðað, viðhorf hans til kennslu um fjármál og túlkun hans á námsefni rannsóknarinnar.
    Þátttaka nemenda í verkefnunum var mjög góð og voru fáir nemendur óvirkir. Viðhorf og þekking nemenda á fjármálum var mjög mismunandi. Sem dæmi má nefna verðskyn nemenda, en það var oft á tíðum óraunhæft. Áhugi nemenda á verkefnunum var mjög mikill þar sem þeim þótti þau m.a. skapandi og skemmtileg. Skilningur nemenda á ýmsum fjármálahugtökum jókst til muna í gegnum ferlið sem og meðvitund þeirra jókst á efnahagsumhverfi þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að verkefnin fjögur og kennsluskipulag þeirra reyndust bæði kennara og nemendum vel.
    Niðurstöðurnar sýna hversu mikil þörf er á kennslu um fjármál í grunnskólum. Skilningur nemenda á fjármálum virðist eflast við að ræða um efnið, hlusta á aðra og vinna saman.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Margrét_ 01.06.16.pdf50.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf102.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF