is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26047

Titill: 
  • Það eru allir að sullast í þessu skapandi og þá eru einhvern veginn allir saman : myndmennt og stærðfræði samþættar á hinu iðjusama miðstigi í grunnskóla.
  • Titill er á ensku They somehow all come together in one happy creative potpourri : visual art and mathematics integrated in the industrious intermediate elementary.s
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að finna hvernig fjölbreyttur nemendahópur á miðstigi í grunnskóla getur unnið í anda myndlistamanna sem vinna verk með tengsl við stærðfræði.
    Námsgreinarnar myndmennt og stærðfræði eru samþættar í samvirku námi. Til að renna stoðum undir slík vinnubrögð er litið til kenninga nokkurra áhrifamikilla fræðimanna á sviði menntunar. Dewey, Eisner, Gardner og Bourdieu fara fyrir hópnum.
    Aðferðafræði þessarar rannsóknar er eigindleg tilviksrannsókn. Farið var á vettvang og tekin tvö opin viðtöl. Annar viðmælandinn er stærðfræði- og textílkennari í grunnskóla sem leggur höfuðáherslu á sjónræna þáttinn í kennslu sinni. Hinn viðmælandinn er þjóðþekktur myndlistarmaður. Mörg verka hennar hafa bein og sterk tengsl við stærðfræði.
    Litið er til lista- og hugmyndasögu og leitað að snertiflötum stærðfræði og myndlistar. Niðurstaða þeirrar athugunar er grunnurinn að handbók sem nú liggur fyrir. Í henni eru um það bil tuttugu verkefni með ábendingum og kveikjum fyrir kennara sem vilja vinna í þessum anda.
    Helstu niðurstöður eru þær að nemendur í grunnskóla geta unnið í anda myndlistarmanna sem vinna verk sín í samhengi við stærðfræði ef þeir hafa aðstæður og námsumhverfi sem vinnur með því markmiði. Hugarfar, viðhorf og vinnubrögð kennarans skipta höfuðmáli þegar valið er að vinna með snertifleti myndlistar og rúmfræði.
    Vonandi nýtist þetta verkefni kennurum sem vilja kenna stærðfræði með sjónrænum hætti og viðhafa fjölbreytta kennsluhætti. Þar má telja samþættingu, jafningjafræðslu og samvirkt nám og vinna þannig í anda aðalnámskrár grunnskóla með sköpun, sjálfbærni, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi.

Athugasemdir: 
  • Lokaverkefnið mitt er í tvennu lagi fræðileg rannsóknarritgerð og handbók með kennsluleiðbeiningum.
Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.pdf938.33 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna
Handbók.pdf12.12 MBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf135.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF