ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2605

Titill

Vanræksla barna: Orsakir og afleiðingar

Útdráttur

Þessi ritgerð fjallar að meginefni, eins og nafn hennar gefur til kynna, um orsakir og
afleiðingar þær, sem vanræksla gegn börnum getur haft á líf þeirra. Vanræksla er ein
tegund ofbeldis, ásamt líkamlegu, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi.
Ritgerðin skýrir einnig helstu orsakir og áhættuþætti, sem eru þess valdandi að börn eru
vanrækt, svo og helstu afleiðingar vanrækslu. Afskipti barnaverndaryfirvalda eru einnig
skoðuð, svo og samfélagslegir þættir og menningararfur.
Samkvæmt niðurstöðunum kemur fram að vanræksla getur haft víðtæk áhrif á þau
börn, sem fyrir henni verða, bæði andlega og líkamlega og helstu áhrifavaldar þess að
foreldrar sýna barni/börnum sínum vanrækslu eru oft fíkniefnaneysla, erfiðar efnahagsog
félagslegar aðstæður, auk annarra þátta eins og þunglyndis eða annarra geðrænna
vandkvæða, greindarskorts og skorti á samúðar- og/eða ástúðartilfinningum.
Samkvæmt niðurstöðunum eru orsakirnar margar og afleiðingarnar geta verið miklar.

Samþykkt
12.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ttir_fixed.pdf186KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna