is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26054

Titill: 
  • „„Learning by doing“ er alveg ótrúlega gott“ : upplifun ungra leikskólastjóra af því að taka við starfi leikskólastjóra í fyrsta sinn
  • Titill er á ensku „„Learning by doing“ is really good“ : the experience of young kindergarten directors taking over the job for the first time
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að veita innsýn í upplifun ungra leikskólastjóra af því að taka við starfi leikskólastjóra í fyrsta sinn ásamt því að komast inn í skólamenningu leikskólans. Í rannsókninni var eigindlegri aðferðafræði beitt þar sem viðtöl voru tekin við sex unga leikskólastjóra á Íslandi. Starfsreynsla þeirra sem stjórnenda leikskóla er frá rúmu ári upp í tæp tíu ár.
    Niðurstöður benda til þess að viðfangsefni leikskólastjóra séu margvísleg og virðast þau helst tengjast starfsmannahaldi og skriffinnsku. Viðmælendur mínir eru sammála um að ef á heildina er litið hafi þeim gengið vel að komast inn í leikskólastjórastarfið þótt ýmsar hindranir hafi orðið á vegi þeirra. Það mótlæti sem leikskólastjórarnir urðu fyrir er af ólíkum toga en tengdist helst erfiðum starfsmannamálum, einmanaleika æðsta stjórnanda og hamlandi þáttum í skólamenningunni þar sem erfitt getur verið að lesa í hefðir og óskrifaðar reglur innan leikskólans. Allir höfðu viðmælendur mínir einhvern bakhjarl í upphafi starfsins en þó virðast leikskólastjórar yfirleitt þurfa að sækja sér sjálfir þann stuðning sem þeir óska sér.
    Viðmælendur mínir telja ýmsa kosti fylgja því að vera ungur leikskólastjóri þar sem ungt fólk á oft auðvelt með að tileinka sér nýjungar í starfi og býr jafnframt yfir umtalsverðri tækniþekkingu. Sú kunnátta getur sparað mikinn tíma í starfi en tímaskortur er þekkt vandamál meðal leikskólastjóra. Viðmælendur mínir fundu ekki fyrir miklum erfiðleikum tengdum aldri sínum og var þeim almennt vel tekið þegar þeir hófu störf. Stundum kom reynsluleysi þeim í koll framan af en það sem upp á vantaði var þó fljótt að koma að þeirra sögn.
    Fáir ungir leikskólastjórar eru starfandi á Íslandi um þessar mundir og telja viðmælendur mínir það stafa af því að stjórnendurnir sitji lengi í starfinu og því losni fáar stöður. Þá ályktun má draga af niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki er hægt að alhæfa um upplifun leikskólastjóra út frá aldri þeirra heldur virðist persónuleikinn skipta meira máli þegar þeir taka við starfi.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_Tinna Rún Eiríksdóttir.pdf955.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Tinna Rún Eiríksdóttir-signed.pdf100.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF