is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26063

Titill: 
  • Þykir harðmæli betra en linmæli? Rannsókn á ómeðvituðum viðhorfum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mállýskumunur er ekki mikill á Íslandi miðað við í mörgum öðrum löndum en flestir kannast sennilega við hugtökin norðlensku og sunnlensku. Útbreiddasta einkenni norðlensku er svokallað harðmæli en annars staðar á landinu er linmæli ríkjandi framburður. Þó að útbreiðsla framburðarmállýskna hafi töluvert verið rannsökuð hér á landi hafa viðhorf til þeirra minna verið könnuð. Í nýlegum rannsóknum á viðhorfum til framburðar kom fram að viðhorf til harðmælis voru töluvert jákvæðari en til linmælis. Þar sem viðhorf geta haft áhrif á málbreytingar gætu jákvæð viðhorf til harðmælis átt þátt í því hversu vel það hefur haldið sér á sama tíma og önnur staðbundin framburðarafbrigði hafa smám saman vikið fyrir meirihlutaframburði.
    Þær viðhorfarannsóknir sem hafa verið gerðar hafa hingað til fyrst og fremst verið á meðvituðum viðhorfum þar sem fólk hefur verið spurt beint út í efnið. Ómeðvituð viðhorf geta verið ólík hinum meðvituðu og ekki síður en þau haft áhrif á þróun málsins. Í þessari ritgerð er rannsókn á ómeðvituðum viðhorfum til harðmælis og linmælis lýst en í henni var notast við svokallað grímupróf. Spurt er: Eru ómeðvituð viðhorf fólks til harðmælis og linmælis ólík á sama hátt og hin meðvituðu? Í framhaldi af því er leitað skýringa á svarinu og kannað hvort það sé í samræmi við þróun þessara framburðarafbrigða. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ómeðvituð viðhorf til harðmælis og linmælis séu ólík hinum meðvituðu en þátttakendur í grímuprófinu dæmdu harðmæli og linmæli á mjög svipaðan hátt.
    Rannsóknin er hluti af verkefninu Dulin viðhorf til íslenskra málbrigða, mat á málnotkun sem Kristján Árnason fékk styrk til úr Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands árið 2015. Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Samþykkt: 
  • 12.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.ritgerd_kristin.hlynsd.sept2016.pdf447 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf355.97 kBLokaðurPDF