is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2606

Titill: 
  • Vinna ljósmæðra í ljósi fagþróunar og kynferðis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknarverkefni þetta fjallar um vinnu ljósmæðra í ljósi fagþekkingar og kynferðis. Til að nálgast það sjónarhorn, var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir og voru tekin viðtöl við sex ljósmæður. Með viðtölunum gafst ljósmæðrunum færi á að veita innsýn inní hvaða þættir
    þeim fannst mikilvægir við sína vinnu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru síðan settar í samhengi við sögu ljósmæðra, kynjað sjónarhorn, fagþróunarkenningar, umhyggju og helstu þjónustuform á ljósmæðraþjónustu.
    Helstu niðurstöður eru þær að með því að skoða sögu ljósmæðra í samhengi við eldri
    fagþróunarkenningar þá kom fram kynjavídd sem hæglega getur staðsett ljósmæður á stall
    með hálfgildings sérfræðingum. Hinsvegar í ljósi umfangsmikillar menntunar, réttinda
    ljósmæðra almennt og nýrrar fræðilegrar umræðu sem vekur athygli á mikilvægi
    umhyggjunnar í störfum ljósmæðra. Þá kom fram í viðtölunum að ljósmæðurnar í þessari
    rannsókn fannst þær standa vel að vígi menntunarlega séð í sínu starfi. Umhyggjan var þeim hugleikin og stóð uppúr sem einn mikilvægasti þáttur starfsins ásamt góðri fagþekkingu.
    Umhyggjan hefur oftast verið kvenkennd, það kom í ljós þegar þær voru spurðar
    hvort eða af hverju karlmenn sóttust ekki eftir ljósmóðurstarfinu. Karlmenn verða að búa yfir sérstökum eiginleikum ef þeir eiga að ráða við ljósmóðurstarfið. Þessir eiginleikar eru sennilega kvenlegir eiginleikar eins og t.d umhyggja. Sterk framtíðarsýn kom fram hjá öllum
    þátttakendum, vilji til að starfa sjálfstætt með aukið sjálfræði í starfi í huga var draumur flestra. Einnig kom fram hversu mikilvægt það væri fyrir konuna að eiga kost á vali á þjónustu. Ýmsar hindranir sáu þær samt á þeirri leið, til dæmis aukin binding í starfi sem gæti leitt til vandræða við að sameina vinnu og fjölskyldulíf. Ljósmæður standa þétt saman, hafa mikinn áhuga á vinnu sinnu og geta ekki hugsað sér annað starf.

Samþykkt: 
  • 12.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsidu_fixed.pdf283.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna