is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2609

Titill: 
  • Álitaefni varðandi notkun lífkenna og örmerkjatækni á sviði persónuréttar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rétturinn til friðhelgi einkalífs hefur löngum verið talinn vera grundvallarréttur hvers einstaklings innan lýðræðisþjóðfélags. Frá alda öðli hefur auðkenning einstaklinga í hinu mannlega samfélagi verið þýðingarmikil í uppbyggingu þess. Persónuauðkenning er nú orðin óaðskiljanlegur hluti nútíma þjóðfélagsskipulags. Á þeim tímum þegar tækninni fleygir fram, hraðar en nokkurt réttarkerfi nær að fylgja eftir, er vert að spyrja sig hvaða úrræði séu tæk svo einkalíf einstaklinga um líf sitt og lífshætti sé nægilega tryggt.
    Deilan um öryggi annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar er síður en svo ný af nálinni. Sprenging hefur orðið í tæknilegum framförum undanfarna áratugi og sú umfangsmikla vinnslugeta, sem slíkar tækniaðferðir hafa í för með sér, þrengja að rétti almennings til friðhelgi einkalífs.
    Í þessari ritgerð er sjónum beint að notkun tveggja nýrra tækniaðferða, sem viðhafðar eru í sífellt ríkari mæli á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Þessar nýju tækniaðferðir eru notkun lífkenna og örmerkjatækni. Hefðbundin vinnsla lífkenna felur það í sér að líffræðileg eða atferlisfræðileg einkenni einstaklings eru notuð til að auðkenna hann eða staðfesta s.s. með hjálp fingrafaralesara eða augnskanna í stað hefðbundinna persónuskilríkja. Hvort heldur sem notkuninni er ætlað að stuðla að auknu öryggi, auknum sveigjanleika eða aukinni hagræðingu á fjölbreytileiki notenda sér fáar hliðstæður. Örmerkjatækni, gerir það kleift, að rekja viðstöðulaust slóð varnings og einstaklinga með hjálp útvarpsbylgna sem örmerki senda frá sér. Hin síðustu ár hafa nýir notkunarmöguleikar komið fram á sjónarsviðið, tiltölulega eftirtektarlaust, og er nú m.a. farið að gera græða örflögur í mannslíkama í tilraunaskyni. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta notkunarmöguleika örmerkjatækninnar og beitingu hennar út frá grundvallarhugmyndum um frelsi, friðhelgi og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.
    Bent er á atriði sem þarfnast sérstakrar athugunar við beitingu meginreglna um persónuvernd. Sérstaklega verður fjallað um þau atriði sem ber að varast og einnig þau atriði sem veita þarf sérstaka athygli, þegar kemur að því að innleiða framangreindar tækniaðferðir. Að lokum verður lagt mat á það hvort meginreglur persónuverndarlöggjafar nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nái samkvæmt efni sínu yfir notkun lífkenna og örmerkjatækni eða hvort þörf sé á, eða jafnvel nauðsynlegt, að breyta gildandi regluverki íslensks réttar og setja sérstaka löggjöf um framangreindar tækniaðferðir með vísan til sérstaks eðlis þeirra.

Samþykkt: 
  • 12.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IN_fixed-2.pdf873.82 kBLokaðurHeildartextiPDF
Forsíða íslensk.pdf33.11 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna