is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26100

Titill: 
  • Sönn leiðtogahæfni og rafræn tengslanet. Notkun á rafrænum tengslanetum á meðal íslenskra framkvæmdastjóra og lykilstjórnenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna notkun rafrænna tengslaneta á meðal íslenskra framkvæmdastjóra og lykilstjórnenda út frá kenningum um sanna leiðtogahæfni og tengslanet. Kenningar um sanna leiðtogahæfni byggja á því að leiðtogar séu „sannir“ sem felur í sér að atferli þeirra sé í samræmi við þeirra „sanna sjálf“. Kenningin er ný af nálinni og enn í mótun. Tengslanet er verkfæri sem einkennist af félagslegum tengslum þar sem þekking og upplýsingaflæði eru lykilbreytur. Að tilheyra tengslaneti er ákveðin fjárfesting í félagslegum tengslum sem talin er auka afkomu fyrirtækja. Tengslanet gefa stjórnendum auðlindir og stuðning og auka umfang þeirra áhrifa sem þeir geta haft á aðra. Flest rafræn tengslanet hafa það markmið að viðhalda þeim tengslum sem áður hafa verið mynduð en einnig að koma á nýjum. Þau hafa ákveðið forskot á þau hefðbundnu vegna þess að þau hafa fleiri fleti tenginga og ólík markmið. Rafræn tengslanet stjórnenda eru svar við þeirri hröðu þróun sem á sér stað í vinnuumhverfi nútímans þar sem lærdómur og samstarf er forsenda þess að leysa flókin vandamál. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að meirihluti íslenskra framkvæmdastjóra og lykilstjórnenda notar rafræn tengslanet sem verkfæri í stjórnun. Stjórnendurnir tengjast bæði rafrænum tengslanetum sem ætluð eru í viðskiptalegum og persónulegum tilgangi. Þau helstu eru Facebook, LinkedIn og Innra net. Niðurstöður benda einnig til þess að vinnuumhverfi framkvæmdastjóra og lykilstjórnenda hafi tekið breytingum á síðustu þremur árum í tengslum við aukningu á notkun rafrænna tengslaneta. Í gegnum rafræn tengslanet hefur meirihluta þeirra tekist að mynda betri tengsl við starfsmenn sína og starfsmenn annarra fyrirtækja. Þá hefur helmingur þeirra tekið þátt í umræðum um verkefni sem eru í gangi hjá fyrirtækinu í gegnum rafræn tengslanet og rúmlega þriðjungur fundið nýja viðskiptavini í gegnum þau. Síðast en ekki síst sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að þeir framkvæmdastjórar og lykilstjórnendur 100 stærstu fyrirtækja á Íslandi sem nota rafræn tengslanet sem verkfæri í stjórnun tileinka sér frekar stjórnunarstíl sem einkennist af sannri leiðtogahæfni.

  • Útdráttur er á ensku

    The gole of this thesis is to assess the use of online social networks amongst Icelandic leaders. The participants were CEO´s and key managers at 100 biggest companies in Iceland. The role of online social networks were examined based on authentic leadership theories and social network studies. Theories of authentic leadership are based on a leaders authenticity. Authenticity includes behavior that is intended to be in harmony with their „true self“. The theory is quite new and still in development. Social networks are tools characterized by social connections where knowledge and flow of information is key. Being a member of a social network is an investment in social connections and it is considered to have the ability to increase company profits. Social networks bring resources and support to managers and increase the impact they have on others. The goal of most online social networks is to maintain former connections but also to make new ones. Online social networks have an advantage to traditional networks as they offer more platforms and have different aims. Leaders online social networks are an answer to todays rapidly changing work environment where learning and collaboration is they key to problem solving. The results indicate that most of the Icelandic CEO´s and key managers use online social networks to support their leadership. They are connected to online social networks that emphasizes business relations and also networks that focus on personal relationships. Most commonly used networks are Facebook, LinkedIn and company intranets. Findings also suggest that the working environment has changed for leaders during the last three years, due to an increase in the use of these online networks. Through online social networks the CEO´s and managers in the study have managed to create better connections to their employees and also employees of other companies. Half of them have participated in discussions about company projects and one third has found new costumers through online social networks. Last but not least findings suggest that the CEO´s and the key managers of Iceland’s 100 biggest companies that actively use online social networks to support their leadership are more likely to follow an authentic leadership style.

Samþykkt: 
  • 13.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26100


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda Þórhallsdóttir.pdf730.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.pdf12.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF