is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26105

Titill: 
  • Af einum rímmeistara. Um ævi, handrit og þjóðsögur Bjarna Jónssonar í Þykkvabæ
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um skrifarann Bjarna Jónsson (1789–1858) er nefndur var Almanaka-Bjarni og starfaði lengst í Þykkvabæ í Holtum. Um hann segir í Manntalinu 1850: „Húsmaður. Lifir af að lesa og skrifa sögur o.fl.“ Sýnt er fram á að hann er skrifari handritanna ÍB 160–162 8vo og ÍBR 44–46 8vo, í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Efni handritanna er fjölskrúðugt en í þeim er á þriðja tug þjóðsagna, flestar í handritunum ÍB 160 8vo og ÍB 161 8vo. Um flestar þeirra er óljóst, hvort þær eru þýddar, skrifaðar eftir öðrum handritum eða teknar úr munnmælum. Sögurnar í handritinu ÍB 161 8vo segir Bjarni þó að gangi „manna á millum“. Sameiginleg einkenni þeirra þjóðsagna og þjóðsagna annarra handrita Bjarna sýna ótvírætt að hver sem uppruni sagnanna er, þá hefur Bjarni mótað þær á persónulegan hátt.
    Í ritgerðinni er greint frá ævi Bjarna Jónssonar og í ljósi sérkenna sem birtast í handritunum er gerð tilraun til mannlýsingar. Gengið er út frá að sagnafólk – hér einnig skrifari – móti sagnasjóð sinn eftir manngerð sinni og ævireynslu. Er því mannlýsingin lögð til grundvallar athugun þjóðsagna handritanna. Þau atriði sem ítrekað birtast eru, trúarboðun, menntunarást, vilji til að fræða, yndi af tölum og sérstæð sögulok.

Samþykkt: 
  • 13.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_Jóhannes.pdf335.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ritgerðin komin í eitt skjal 24.pdf444.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna