is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26132

Titill: 
  • „Lærðu íslensku og þú ert kominn inn í hópinn“: Innflytjendur í starfi millistjórnenda á íslenskum vinnumarkaði
  • Titill er á ensku "Learn Icelandic and you will fall right in to the group": Immigrants in middle management positions in the Icelandic labor market.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að auka skilning lesanda á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Að undanförnu hefur verið mikil umfjöllun um innflytjendur og erfiðleika þeirra á íslenskum vinnumarkaði. Margir fá menntun sína ekki metna og festast því í lægri þrepum skipulagsheilda. Til að öðlast aukinn skilning á stöðu innflytjenda er mikilvægt að rannsaka allar hliðar málsins. Í ritgerðinni er sjónum beint að innflytjendum í millistjórnendastöðum.
    Ritgerðin er tvískipt. Í fyrri hlutanum er farið yfir fræðin sem snerta rannsóknarefnið. Í þeim hluta er farið yfir þróun íslensks vinnumarkaðs, aukna fólksflutninga, stöðu innflytjenda og hugtakið millistjórnandi. Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar um aðferðafræði rannsóknarinnar og niðurstöður. Rannsóknin var unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð. Höfundur tók þrjú hálfopin viðtöl við innflytjendur í starfi millistjórnenda á íslenskum vinnumarkaði. Notast var við aðferðafræði fyrirbærafræðinnar til að greina gögnin og greina frá niðurstöðum rannsóknarinnar.
    Helstu niðurstöður benda til þess að menntun skipti máli ætli innflytjendur að komast í starf millistjórnanda. Þá ýtir það undir möguleika innflytjenda að hafa starfað lengi hjá sama fyrirtæki. Viðmælendur rannsóknarinnar höfðu allir starfað í nokkurn tíma á núverandi vinnustað og unnið sig upp í millistjórnendastöðuna.

Samþykkt: 
  • 15.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26132


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Final.pdf758.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaferkefnis.pdf169.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF