is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26133

Titill: 
  • Harpa gefur lífinu lit. Hver er tilgangur heimsóknar hins almenna ferðamanns í Hörpu og er hann að nýta sér þjá þjónustu sem boðið er upp á í húsinu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tónlistar og ráðstefnuhúsið Harpa er eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur. Með vaxandi fjölda ferðamanna hefur húsið orðið viðkomustaður margra þeirra sem sækja landið heim. Sumarið 2016 höfðu alls sjö milljónir gesta komið í Hörpu frá því að húsið var opnað árið 2011. Talið er að á milli sex til sjö þúsund manns komi í húsið á dag yfir háannatímann. Þá vaknar upp sú spurning, hvað er allt þetta fólk að sækja í Hörpu?
    Markmið rannsóknarinnar var því að skoða hvað hinn almenni ferðamaður er að sækja í Hörpu og hvort hann væri að nýta sér þá þjónustu sem er í boði í húsinu.
    Rannsóknin var megindleg og settur var fram spurningalisti með 21 spurningu, þar af voru 5 bakgrunnsspurningar. Könnunin var framkvæmd dagana 27.-29. ágúst og fór þannig fram að gestir og gangandi voru stoppaðir við útgang Hörpu. Svörin slógu þáttakendur jafn óðum inn í spjaldtölvu en spurningalistinn var settur upp í forrit sem kallast Google Forms.
    Eitt af því sem vakti athygli í niðurstöðunum var hve margir vissu ekki af Hörpu fyrr en komið var til landsins. Mikill meirihluti þeirra sem sækja Hörpu heim eru einungis að koma til að skoða sig um og aðeins lítill hluti gesta nýtir sér þjónustu af einhverju ráði. Þeir sem nýttu sér þjónustu voru samt í flest öllum tilfellum ánægðir með þjónustuna. Könnunin leiddi líka í ljós að mörgum þótti erfitt að rata um húsið þar sem merkingar voru ekki nægilega skýrar. Það sem kom þó mest á óvart var að 30% svarenda könnunarinnar sögðust tilbúnir til að greiða aðgangseyri fyrir að skoða Hörpu og nefndu upphæðir frá 300 krónum og upp í 2000 krónur. Jafnframt sagði hluti svarenda það vera merkilegt að þeir gætu gengið um húsið og skoðað það að vild. Aftur á móti sögðust meirihluti svarenda ekki reiðubúnir að greiða fyrir notkun salernis í húsinu. Flest allir voru mjög jákvæðir í garð hússins, fannst húsið fallegt og voru hrifnir af hönnuninni. Meirihluta þeirra sem spurðir voru hvort eitthvað mætti bæta fannst ekki mikil þörf á því. Þeir sem svöruðu að eitthvað mætti bæta bentu helst á að merkingar væru ekki nægilega skýrar. Það er von höfundar að niðurstöðurnar muni koma til með að nýtast markaðsdeild Hörpu til að bæta gæði þjónustu.

Samþykkt: 
  • 15.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Harpa.pdf1.31 MBLokaður til...15.09.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf569.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF