is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26138

Titill: 
  • Getur undirskrift dregið úr svindli? Tilraun í áhrifum ýfingar í ákvörðunartöku
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Undirskriftir eru mikilvægur þáttur í daglegu lífi fólks og fyrir vikið er vægi þeirra mikið. Jafnframt er svindl hluti af samfélaginu. Rannsóknir innan sálfræðinnar hafa sýnt fram á að nota megi undirskrift til að kalla fram hlýðnisviðbragð í einstaklingum. Ennfremur ef undirritað skjal inniheldur vísun í siðferðislega og/eða trúarlega skyldu eða fólk er látið skrifa undir áður hefur verið sýnt fram á að einstaklingar haga sér heiðarlegra í kjölfarið. Það er því augljós hagur af því fyrir samfélagið ef hægt er að draga úr svindli með einhverju eins einföldu og undirskriftum. En eru allar undirskriftir jafnar? Rafrænar undirskriftir eru sífellt að verða vinsælli. Kalla þær fram sama hlýðnisviðbragð? Þessi ritgerð gerir tilraun til að varpa ljósi á þessar tengingar. Lagt var teningakast að fyrirmynd nýklassískrar hagfræði fyrir nemendur Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur þar sem þeim er gefið tækifæri á að svindla og undirskrift nýtt sem ýfing til að virkja heiðarlegri hegðun.

Samþykkt: 
  • 15.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd lokaskjal pdf skjal.pdf207.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemma kvittun.pdf222.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF