is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2613

Titill: 
  • Viðskiptavild
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðskiptavild hefur verið mikið í umræðunni undanfarna mánuði. Meint misnotkun manna á viðskiptavild er oftar en ekki nefnd sem ein af helstu orsökum þess að íslenskur fjármálamarkaður hrundi. Sagt er að hún hafi verið blásin upp í efnahagsreikningum fyrirtækja til að eiginfjárstaða þeirra virkaði sterkari. Þannig átti verð bréfa í viðkomandi félögum að hækka. Þó margir hafi sagt skoðun sína á viðskiptavild er ekki þar með sagt að allir viti nákvæmlega hvað viðskiptavild er. Þ.e. Hvernig hún verður til, hvernig hún er reiknuð og prófuð fyrir virðisrýrnun svo eitthvað sé nefnt. Í þessari ritgerð er leitast við að skýra út hugtakið viðskiptavild og þá reikningsskilastaðla sem hlutafélög og samstæður með skráð bréf í kauphöllum innan evrópska efnahagssvæðisins þurfa að gera upp samkvæmt. Mögulegar bókhaldsbrellur með viðskiptavild koma einnig við sögu.
    Könnuð er þróun á virði viðskiptavildar í Kauphöll Íslands frá árslokum 2003 til ársloka 2007. Tekin eru fyrir þau fyrirtæki sem juku mest við viðskiptavild sína á fyrrgreindu tímabili og einnig er kannað hlutfall viðskiptavildar af heildareignum og eigin fé félaganna. Í ritgerðinni eru tekin fyrir þau fimm fyrirtæki sem höfðu hæst hlutfall viðskiptavildar af heildareignum í árslok 2007 og staða þeirra í dag könnuð. Aðgengi að upplýsingum um fyrirtækin er misgott þar sem þrjú þeirra eru ekki lengur með skráð bréf á opnum hlutabréfamarkaði. Einhverjar tölur eru þó aðgengilegar en einnig hafa margar fréttir verið skrifaðar um þessi tilteknu félög. Athugun þessi leiddi í ljós að fjögur af þessum fimm félögum eiga á brattan að sækja. Hversu stóran þátt ofmetin viðskiptavild á í þessum erfiðleikum er ómögulegt að segja til um. Efnahagsaðstæður eru ekki með besta móti og því eiga fyrirtæki ekki mjög hægt um vik um þessar mundir. Þó er ljóst að vöxtur viðskiptavildar var gífurlegur á þessum tíma og því vakna upp ýmsar spurningar hvort þörf sé á breyttum reglum eða lögum sem lúta að meðferð viðskiptavildar í ársreikningum fyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 13.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2613


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.heild.pdf484.17 kBLokaðurHeildartextiPDF
da_fixed.pdf106.19 kBOpinnForsíða, útdráttur, niðurstaða og umræðaPDFSkoða/Opna