is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26147

Titill: 
  • Ímynd stjórnmálaflokka. Ímynd stjórnmálaflokka í aðdraganda alþingiskosninga 2013
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stjórnmálaflokkar hafa í auknum mæli nýtt sér faglegt markaðsstarf til að ná betri árangri í kosningum. Með markaðsstarfi geta stjórnmálaflokkar aflað sér upplýsinga um hverjar þarfir og væntingar kjósenda eru og hvernig er best að uppfylla þær þarfir. Þekkt sjónarmið úr vörumerkjastjórnun er að til að ná árangri þurfi vörumerki að hafa sterka, jákvæða og einstaka stöðu í huga eða minni markhópsins. Eitt af markmiðum þessarar rannsóknar var að kanna hvort að þetta sjónarmið eigi einnig við um ímynd stjórnmálaflokka. Annað markmið með rannsókninni var að kanna hver staðfærsla og ímynd stjórnmálaflokka var fyrir alþingiskosningarnar 2013, ásamt því að kanna hvernig ímynd og staðfærsla tengjast faglegu markaðsstarfi og árangri stjórnmálaflokka í kosningum og stuðningi kjósenda.
    Þær rannsóknarspurningar sem leitast var svara við eru eftirfarandi: Hver er ímynd stjórnmálaflokka sem náðu manni á þing í alþingiskosningunum vorið 2013? Er ímynd stjórnmálaflokkanna í takt við áherslur sem stjórnmálaflokkarnir vilja koma til skila? Er fylgi og ímynd stjórnmálaflokkanna breytilegt eftir kyni? Eru vísbendingar í rannsókninni sem gefa til kynna niðurstöður kosninganna 2013?
    Notast var við megindlega aðferðafræði til að kanna hver ímynd stjórnmálaflokkanna var í aðdraganda alþingiskosninganna 2013 en sambærileg könnun var framkvæmd fyrir alþingiskosningarnar 2007. Við undirbúning rannsóknarinnar voru framkvæmdar þrjár forkannanir. Fyrst var leitast við að spyrja fólk á förnum vegi til þess að fá hugmyndir að ímyndarþáttum sem tengdust þeim stjórnmálaflokkum sem buðu sig fram fyrir alþingiskosningarnar 2013. Að því loknu fóru fram tvær kannanir til þess að fækka og sameina ímyndarþættina í tíu talsins. Ímyndarþættirnir voru á 9 stiga kvarða þar sem kvarðinn 1 stendur fyrir á mjög illa við tiltekin stjórnmálaflokk og kvarðinn 9 stendur fyrir á mjög vel við tiltekinn stjórnmálaflokk. Könnunin var rafræn og var dreift á nemendur Háskóla Íslands en heildarfjöldi gildra svara var 441.
    Þeir stjórnmálaflokkar sem þátttakendur tóku afstöðu til voru eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn, Hægri Grænir, Björt Framtíð, Dögun og Píratar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að flestir stjórnmálaflokkar tengjast einhverjum af þeim 10 ímyndarþáttum sem lagt var upp með að rannsaka. Stjórnmálaflokkarnir tengjast þó ímyndarþáttunum misjafnlega sterkt og sumir stjórnmálaflokkar hafa heldur óljósa stöðu. Þá gefa niðurstöður einnig til kynna að staðfærsla og ímynd stjórnmálaflokkanna er ekki alltaf sú sama og stjórnmálaflokkanir leggja upp með. Niðurstöður gáfu einnig til kynna að munur er á ímynd og fylgi karla og kvenna til einhverra stjórnmálaflokka. Þá má finna vísbendingar í rannsókninni sem gefa til kynna niðurstöður alþingiskosninganna 2013.

  • Útdráttur er á ensku

    Political parties are increasingly using marketing approach to achieve better results in elections. Marketing can help political parties to gather information about the needs and expectations of voters and can also help political parties to find out how to meet voter’s needs. In brand management it is a known aspect that in order to have a successful brand, the brand needs to have a strong, positive and unique position in the consumer’s mind. One goal of this study was to investigate if that aspect would also be applicable to the image of political parties. Another goal was to find out the positioning and image of the Icelandic political parties for the parliamentary elections in 2013 and explore how image and positioning relate to marketing and political parties’ success in elections.
    The main purpose of this thesis was to answer the following four questions: What is the image of the Icelandic political parties who were elected in the parliamentary elections in 2013? Is the image of the political parties consistent with the main goals and political issues of the parties? Is the image and support of the Icelandic political parties different between men and women? Are there any clues in this study that implement the results of the parliamentary elections in 2013?
    The main results from this study indicate that most of the political parties relate to one or more of the 10 image factors that were used in this study. The political parties do, however, relate to these image factors in a different way. Some parties relate well to these image factors and some have a rather unclear positioning. The results also indicate that the positioning and image of some of the political parties were not consistent with their main goals and political issues. There is also a difference between men and women and their support and image towards some of the political parties. The results also indicate that there are some clues in this study that indicate the results of the parliamentary elections in 2013.

Samþykkt: 
  • 16.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1504834769_Lokaverkefni_MSc_2016_LoRes.pdf4.8 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Imynd_stjornmalaflokka2013_lokaeintak.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna