ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2616

Titill

Andleg vanlíðan verðandi foreldra á meðgöngu: Áhrif þess á maka og á gæði parasambands

Útdráttur

Lokaverkefni þetta er byggt á stærri rannsókn um fjölskyldumiðaða hjúkrunarmeðferð við vanlíðan kvenna á meðgöngu. Rannsóknin var unnin og framkvæmd af leiðbeinendum þessa verkefnis á tímabilinu 2007-2009. Tilgangur þessa verkefnis er að skoða hvort andleg vanlíðan verðandi foreldra hafi áhrif á líðan maka þeirra og á gæði parasambands.
Úrtak rannsóknarinnar voru verðandi mæður (n=57) sem voru á öðrum þriðjungi meðgöngunnar (12-32 vikur) og makar þeirra (n=47). Mæðurnar áttu það sameiginlegt að hafa lýst yfir andlegri vanlíðan í meðgönguvernd í Reykjavík og verið vísað til geðteymis heimahjúkrunar. Notast var við Edinborgar þunglyndiskvarðann (EDS) við mat á andlegri vanlíðan og Samskiptakvarða Spaniers (DAS) við mat á gæðum parasambands. Við greiningu gagna var notuð lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði.
Helstu niðurstöður voru að ekki reyndist vera marktæk fylgni milli vanlíðan hinnar verðandi móður og föður á EDS. Talsvert hátt hlutfall af verðandi feðrum í úrtakinu upplifðu andlega vanlíðan miðað við erlendar rannsóknir á feðrum á meðgöngu. Ekki reyndist vera marktækur munur á líðan einstaklings eftir því hvort maki hans upplifði vanlíðan eða ekki. Ekki reyndist heldur fylgni milli vanlíðan móður og hvernig hún eða maki hennar mátu gæði sambandsins skv. DAS. Hinsvegar var marktæk fylgni á vanlíðan föður við mat parsins á gæðum sambands þeirra skv. DAS. Bæði hinn verðandi faðir og maki hans mátu gæði sambands síns marktækt verr ef hinn verðandi faðir glímdi við andlega vanlíðan.

Samþykkt
13.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaritgerd_saralo... .pdf765KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna