is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26170

Titill: 
  • Lífeyrissjóðir úr höftum. Áhrif afnáms gjaldeyrishafta á fjárfestingar og eignsöfn íslenskra lífeyrissjóða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lífeyrissjóðir gegna lögbundnu hlutverki við að taka við iðgjöldum sjóðfélaga, ávaxta féð og greiða út lífeyri þegar starfsævinni lýkur. Markmiðið er að ákveðin tekjujöfnun eigi sér stað og einstaklingar byggi upp sjóði sem þeir svo sækja í þegar tekjustreymi á vinnumarkaði lýkur. Til þess að sinna þessu hlutverki þurfa lífeyrissjóðirnir að fjárfesta á markaði.
    Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða áhrif afnáms gjaldeyrishafta á fjárfestingar og eignasöfn íslenskra lífeyrissjóða. Farið verður yfir lífsferilslíkan Ando og Modigliani um jöfnun tekna, hlutverk lífeyrissjóða og lífeyriskerfi. Því næst er farið yfir íslenskt umhverfi og ávöxtunarviðmið íslensku lífeyrissjóðanna og fjárfestingafræðin skoðuð. Tekið er fyrir líkan Markowitz og CAPM og reynt að leggja grunn að því hvernig fjárfestar ættu að haga fjárfestingum sínum með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Skoðuð eru gjaldeyrishöft, aðdragandi þeirra hérlendis í tenglsum við bankahrunið 2008 og áhrif þeirra á markaði með tilliti til fjárfestinga og dreifingar í eignasöfnum lífeyrissjóðanna. Að lokum er farið yfir afnámsferli gjaldeyrishaftanna og íslensku sjóðirnir bornir saman við sambærilega sjóði erlendis.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að til þess að sinna lögbundnu hlutverki sínu þurfa lífeyrissjóðirnir að fjárfesta á markaði á sem ábyrgastan og bestan hátt með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Í því samhengi getur umhverfi gjaldeyrishafta haft neikvæð áhrif því þó gjaldeyrishöft hafi ýmsa kosti og hjálpi til við endurreisn efnahagslífs, takmarka þau fjölbreytni fjárfestingakosta og geta skekkt verðmyndun markaði. Með afnámi gjaldeyrishafta ná lífeyrissjóðir fram meiri fjölbreytni í fjárfestingum sínum og betri dreifingu í eignasafnið og eru betur í stakk búnir að ná lögbundnu ávöxtunarviðmiði.

Athugasemdir: 
  • Einungis er heimilt að lesa verkefnið af skjá. Hvorki er heimilt að afrita það né prenta.
Samþykkt: 
  • 20.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf353.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF
JKM löguð útgáfa.pdf1.37 MBLokaður til...20.09.2030HeildartextiPDF