ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26176

Titill

Spjaldtölvuvæðing. Innleiðing á spjaldtölvum í grunnskólum Kópavogs

Skilað
Október 2016
Útdráttur

Mikil framþróun hefur verið í upplýsingatækni undanfarin ár og er sú tækni farin að teygja anga sína inn í skólastarfið. Haustið 2015 fengu nemendur í áttunda og níunda bekk í grunnskólum Kópavogs afhentar spjaldtölvur til einkanota og í febrúar 2016 bættust nemendur í sjötta og sjöunda bekk við hópinn. Var það liður að því markmiði að auka fjölbreytni og einstaklingsmiðun náms sem og áhuga og ánægju nemenda.
Rannsókn fór fram með eigindlegum og megindlegum aðferðum þar sem leitast var við að svara hvort þeir aðilar sem standa að verkefninu séu að stuðla að framgangi þess með hugarfari sínu og viðhorfum.
Helstu niðurstöður eru þær að foreldrar þeirra barna sem fengu afhentar spjaldtölvur eru ánægðir með innleiðingarferlið og telja að spjaldtölvur séu hluti af kennslutækjum framtíðarinnar. Einnig kom fram að þrátt fyrir að kennarar hafi gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd innleiðingarinnar séu þeir jákvæðir og bjartsýnir á að þeir muni nota spjaldtölvur í auknu mæli við kennslu í framtíðinni.

Samþykkt
23.9.2016


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Freygerður Anna Ól... .pdf880KBLæst til  1.9.2021 Heildartexti PDF  
Yfirlýsing um meðf... .pdf89,7KBLokaður Yfirlýsing PDF