is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26181

Titill: 
  • Verðmat fyrirtækja : endurspeglar markaðsgengi Reginn hf. niðurstöður verðmatsaðferða?
  • Titill er á ensku Corporate valuation : Does the market price of Reginn hf. reflect the results of valuation methods?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort markaðsverð hlutabréfa í Reginn hf. endurspegli raunverulegt virði bréfanna að mati greiningaraðila. Einnig verður kannað hvernig má beita mismunandi aðferðum við virðismat hlutabréfa. Algengastu aðferðir við virðismat hlutabréfa eru núvirt sjóðstreymi, arðgreiðslulíkan og kennitölugreining. Aðferðin núvirt sjóðstreymi byggir á áætlun um tekjustreymi félags fram í tímann sem síðan er núvirt með vegnum meðalfjármagnskostnaði. Arðgreiðslulíkanið felur í sér að áætla væntar arðgreiðslur í framtíðinni sem síðan eru núvirtar með ávöxtunarkröfu. Með kennitölugreiningu má bera saman kennitölur félaga og meta út frá því hver staða félagsins er samanborið við samkeppnisaðila eða kennitölur fyrri ára. Tæknigreining felur í sér að mæla sveiflur á markaði og tímasetja þannig kaup og sölu hlutabréfa. Hlaupandi meðaltöl eru notuð þannig að meðalverð bréfa yfir ákveðið tímabil myndar ákveðna línu. Fari verð yfir línuna er það merki um hækkunarlegg en fari það niður fyrir línuna er það merki um lækkunarlegg. Sveifluvísar eru notaðir til þess að finna hámark uppsveiflu eða botninn á niðursveiflu hlutabréfa á markaði. Með því má tímasetja sölu bréfa í hámarki uppsveiflu og kaupa bréf í botni niðursveiflu.
    Í lokakafla ritgerðarinnar er farið yfir verðmat greiningaraðilanna IFS og Capacent og niðurstöður þeirra kynntar. Kaup Reginn hf. í Fastengi árið 2015 skapaði óvissu fyrir greinendur. Félagið náði hins vegar að vinna hratt og örugglega úr eignasafni fyrirtækisins og markaðsvirði þess varð því hærra en búið var að spá fyrir um. Reginn hf. hefur verið undirverðlagt frá því það kom fyrst á markað að mati greiningaraðila. Markaðsvirði endurspeglar því ekki raunverulegt virði félagsins þó bilið sé ekki mikið.

Samþykkt: 
  • 26.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JoninaStefansdottir_BS_Lokaverk.pdf2.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna