is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26205

Titill: 
  • Sýn ungmenna á sjálfboðaliðastarf : tilviksathugun.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var sýn ungmenna á sjálfboðaliðastarf sitt athuguð. Með eigindlegri aðferðafræði voru tekin djúpviðtöl við sex einstaklinga, fjóra drengi og tvær stúlkur á aldrinum fjórtán til tuttugu ára. Fyrir þau var einnig lögð mæling á samkennd. Viðtölin voru greind í efnisflokka (áhuga, gildi, markmið og áhrif, leiðir, áhrif til framtíðar). Þau voru jafnframt þemagreind (gildi, markmið) með hliðsjón af líkani um borgaravitund og er rannsóknin liður í að þróa það líkan. Niðurstöður samkenndarmælingarinnar voru skoðaðar í tengslum við gildi hvers ungmennis.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að ungmennin tengdu ýmis gildi sterkt við þátttöku sína í sjálfboðaliðastarfi, gildi eins og jöfnuð og jafnrétti, réttlæti og samkennd, hjálpsemi, umbótavilja, ábyrgðarkennd og samstöðu. Gott samræmi var milli samkenndarmælingar og eigindlegra rannsóknarniðurstaðna. Þau ungmenni sem sýndu mesta samkennd í mælingunni lýstu djúpum skilningi á og hlutdeild í tilfinningalegum aðstæðum annarra (beita sér gegn misrétti með því að tjá sig eða grípa inn í; setja sig í spor annarra; huga að félagslegum aðstæðum þeirra sem verr eru settir; beita sér fyrir velferð þeirra). Þá tengdu ungmennin markmið sín með sjálfboðaliðastarfinu bæði persónulegum ávinningi (auknu sjálfstrausti, félagshæfni, ánægju) og samfélagslegum ávinningi (virkni, hjálpsemi, umbótavilja, aukinni borgaravitund, miðlun þekkingar og reynslu).
    Öll ungmennin töldu að þau myndu halda áfram að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi í framtíðinni. Flest þeirra voru sammála um að það vantaði aðgengilegan vettvang fyrir ungt fólk í samfélaginu. Einnig tjáðu þau sig um mikilvægi þess að fá hvatningu úr nærumhverfi til þess að taka þátt. Þá kom fram að misjafnt væri hvort gildi og hugmyndafræði sjálfboðaliðastarfs væru rædd í starfinu en ungmennin tjáðu sig flest um að þeim fyndist slíkt skipta miklu máli og gæfi það þátttöku þeirra aukið vægi. Fjallað er um hvernig þessar niðurstöður geta stutt við uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs.
    Lykilhugtök: sjálfboðaliðastarf, ungmenni, sýn og þroski, samkennd, eigindleg rannsóknaraðferð

Samþykkt: 
  • 3.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Ragný Þóra Guðjohnsen-lokaeintak-Skemman.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ef nýtt er efni úr rannsókninni er viðkomandi minntur á að geta heimildar: Ragný Þóra Guðjohnsen. (2009). Sýn ungmenna á sjálfboðaliðastarf Tilviksathugun. Reykjavík: Háskóli Íslands.