is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2620

Titill: 
  • Skilvirkni fasteignamarkaðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður fjallað um fasteignmarkaðinn á Ísland og sérstök áhersla lögð á hagfræðilega áhrifaþætti sem snúa að framboði markaðarins. Í umræðu um fasteignamarkað hefur verið minna fjallað um framboðshliðina. Íbúðafjárfestingar og aðferðir til að meta þörf á íbúðum voru skoðaðar með hliðsjón af byggingarmagni. Rýnt var í gögn um lóðaúthlutanir til að fá yfirsýn yfir markaðinn. Upplýsingaöflun var erfið, sérstaklega það sem snýr að lóðaúthlutunum og upplýsingum um lóðaverð.
    Megin tilgangur ritgerðarinnar er að skoða markaðinn í núverandi stöðu út frá íbúðafjárfestingum og lóðaúthlutunum sérstaklega. Leitað var eftir gögnum frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Með að það markmiði að fá heildstæða mynd af fasteignamarkaði og skoða skilvirkni hans,er snýr að íbúðum í byggingu og lóðaframboði. Ekki reyndist mögulegt að gera spálíkan fyrir lóðaverð á grundvelli gagnaskorts, Tímaraðir voru of stuttar og misræmi á milli úthlutnaraðferða skekkti einnig allan verðsamanburð. Q- hlutfall var reiknað sem vegur saman byggingarvístölu og markaðsverð fasteigna en það hlutfall er notað af greiningaraðilum sem mælikvarði á lóðaverð og hvatann til íbúðabygginga. Lóðaúthlutanir í Úlfársdal voru skoðaðar séstaklega. Sett var fram á myndrænan hátt þróun nýbygginga, skulda og lýðfræðilegra breytinga á höfðuborgarsvæðinu. Fjallað var um efnahagskreppur og stöðu Íslands. Niðurstöður gefa til kynna að fasteignamarkaðurinn sé ekki nógu skilvirkur. Upplýsingaskortur, lítil úrtök á bak við vísitölur og hátt hlutfall makaskiptasamninga eru merki um að hefðbundnir mælikvarðar gefi ekki rétta mynd. Skortur á lóðum 1990-1994 samhliða kerfisbreytingum á lánamarkaði og lágum vöxtum ýtti undir hækkun á fasteignaverði. Í dag er offramboð á eignum. byggingasvæðum borgarinnar standa óseld fullbúin hús og lóðir sem eigendur geta ekki losnað við. Niðurstöður gefa til kynna að breytinga sé þörf á úthlutanarreglum og að skortur sé á að sveitarfélögin meti heildarþörf á íbúðamarkaði. Halda þarf betur utan um upplýsingar sem snúa að íbúðafjárfestingu og gera hana aðgengilegri öllum.

Samþykkt: 
  • 13.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf1.5 MBLokaðurHeildarskráPDF