ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26238

Titill

Skapandi hópverkefni 2016 : samþætting námsgreina og samvinna kennara

Skilað
Maí 2016
Útdráttur

Þema Skapandi hópverkefnis 2016 var valið með lýðræðislegri netkosningu haustið 2015. Niðurstaðan var Samþætting námsgreina og samvinna kennara. Alls tóku 15 kennaranemar þátt í Skapandi hópverkefni 2016 sem er lokaverkefni til B.Ed. gráðu. Heildarhópurinn skoðaði þemað út frá ýmsum hliðum og íhugaði hvernig hægt væri að útfæra það á skapandi hátt. Margar hugmyndir komu fram og af þeim voru valdar þrjár áhugaverðar til að vinna með. Kennaranemar völdu sig í undirhópa eftir áhugasviði.
Undirhóparnir skoðuðu hver fyrir sig fræðilegar heimildir tengdar samþættingu námsgreina og samvinnu kennara ásamt áherslum í Aðalnámskrá grunnskóla og lögum um grunnskóla á Íslandi. Heimildavinnan studdi við þær hugmyndir kennaranema um að þörf væri á aukinni samþættingu námsgreina og samvinnu kennara. Einnig sýndu fræðin fram á jákvæð áhrif samþættingar námsgreina og samvinnu kennara á starf þeirra og nám nemenda.
Undirhóparnir þrír einbeittu sér hver í sínu lagi að sinni afurð. Afurðirnar voru:
• Spil fyrir kennara og kennaranema sem heitir Leið til kveikju.
• Kennsluhugmyndabanki í formi vefsíðu sem heitir Vefsíða með kennsluhugmyndum - með áherslu á samþættingu námsgreina og samvinnu kennara.
• Skáldsaga með kennsluhugmyndum fyrir kennara og nemendur sem heitir Ævintýri Gunnu.
Upplýsingum um afurðirnar var síðan safnað saman á sameiginlega heimasíðu Skapandi hópverkefnis 2016, skrif.hi.is/skapandihopverkefnibed/, þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um hvert verkefni.

Athugasemdir

Þetta verkefni var hluti af Skapandi hópverkefni 2016

Samþykkt
14.10.2016


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Skapandi hopverkef... .pdf880KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna
yfirlýsing.pdf155KBLokaður Yfirlýsing PDF