is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26247

Titill: 
  • Sveinn á daginn, iðnmeistaranemi á kvöldin : tilviksrannsókn í Meistaraskólanum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Formi Meistaraskólans, sem er hluti af Tækniskólanum - skóla atvinnulífsins, var breytt úr kvöldskóla í dreifskóla árið 2010. Í þessari rannsókn var leitað svara við því hvernig núverandi skipulag skólans, skólamenning og kennslufyrirkomulag styður við nemendur í námi sínu í Meistaraskólanum. Um var að ræða tilviksrannsókn þar sem greining gagna hófst á söfnunarstigi. Aflað var skriflegra gagna um skólann og þau greind með það í huga að afmarka verkefnið og velja námsáfanga til nánari skoðunar. Tekin voru viðtöl við nemendur og kennara í áföngum sem valdir voru til sérstakrar skoðunar og auk þess var rætt við stjórnendur skólans. Kenningum Basil Bernstein var beitt við greiningu gagnanna til þess að draga fram lýsingu á kennsluháttum en gögnin voru jafnframt túlkuð með hliðsjón af helstu kenningum um nám fullorðinna og um nám fólks á mörkum skóla og vinnumarkaðar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að flokkun áfanga í skólanum sé almennt sterk. Með því er átt við að áfangar eru frekar skýrt afmarkaðir gagnvart öðrum, en einnig að efni áfanga er skipt upp í afmarkaða þætti og að afmörkun nemenda og kennara er skýr. Umgerð áfanganna er almennt sterk er snýr inntaki námsins og matsviðmiðum en veik er snýr að samskiptum og hraða yfirferðar. Þetta þýðir meðal annars að námsmarkmið eru almennt greinargóð og að námsefni er sett fram í ákveðinni röð. Á móti kemur að nemendur hafa talsverða stjórn á eigin námshraða og að samskipti eru auðveld. Dreifnámsformið setur skólastarfinu ákveðnar skorður er varðar stillingu á flokkun og umgerð en almennt virðist takast vel að haga skipulagi og samskiptum með þeim hætti að það hafi jákvæð áhrif á upplifun nemendanna. Niðurstöður rannsóknarinnar í heild benda til þess að ágætlega hafi tekist til við að búa til skólaform sem hentar fólki á vinnumarkaði sem þarf að samræma vinnu, skóla og einkalíf.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-signed.pdf99.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sæberg Sigurðsson - Sveinn á daginn iðnmeistaranemi á kvöldin - lokaskil.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna