is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26264

Titill: 
  • Viðhorf nemenda til námsumhverfis : hvar vilja nemendur helst læra?
  • Titill er á ensku Students‘ perspective on their learning environment
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er viðhorf ungra nemenda til námsumhverfis síns kannað í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið var að fá fram skoðanir nemenda á því hvar þeim þætti best að læra innan veggja skólans, auk þess sem leitast var við að fá fram sem skýrasta mynd af viðhorfum þeirra til námsumhverfisins. Námsumhverfi ungra nemenda er mikilvægur þáttur í skólalífi þeirra, þeir verja þar löngum tíma á hverjum skóladegi og er því mikilvægt að það sé bæði þægilegt og öruggt. Til þess að nemendum líði vel í skólastofunni þarf kennarinn að búa þeim gott umverfi og koma til móts við þarfir þeirra og skoðanir eins og frekast er kostur.
    Nemendur á 3. námsári voru spurðir hvar í skólastofunni og næsta nágrenni hennar þeim þætti best að læra. Svar þeirra var í formi ljósmyndar af þeim stað. Að því loknu voru tekin hópviðtöl þar sem nemendum var skipt niður í fimm litla hópa. Þeir svöruðu spurningum og notuðu myndirnar sér til halds og trausts. Stuttu eftir viðtölin voru vettvangsathuganir. Fylgst var með í nokkrum kennslustundum í heimastofu nemenda. Kennari þeirra var viðstaddur. Meðal annars var fylgst með því hvort samræmi væri milli þess sem fram kom á vettvangi og því sem nemendur sögðu í viðtalinu.
    Helstu niðurstöður voru þær að 13 nemendum af 18 sem tóku þátt í rannsókninni, fannst best að læra á öðrum stað en við sitt eigið borð í skólastofunni. Í vettvangsathugunum kom í ljós að þeir nemendur sem sögðust vilja læra annarsstaðar en við eigið borð báðu kennarann gjarna um leyfi til að færa sig. Nemendur voru almennt ánægðir með umhverfi sitt og nefndu í fjóra staði sem þeim fannst gott að læra á: gang fyrir utan skólastofuna, sitt eigið sæti í skólastofunni, heimakrók inni í stofunni og einn nemandi valdi námsver. Nemendurnir sóttu í næði, ró og vinnufrið en þau nefndu einnig að gott væri að vera i nálægð við kennarann.

  • Útdráttur er á ensku

    This research, that took place in elementary school in Reykjavík, the capital of Iceland, examines student‘s ideas of a good learning environment. The focus is on finding out where, within their school, they like to study. The aim was to highlight the students´ ideal environment for learning, to find out where they preferred to learn to get a clear picture of their ideas about the learning environment. The learning environment is a big part of a young student´s life. Students spend a lot of their time there and it has to be a safe and comfortable place for them. With this in mind, it is very important that the teacher tries to cater to the students´ needs and views.
    The students who participated in this research were 8 years old. The students were split into five small groups and were asked where inside the classroom and surroundings they preferred to learn. They answered by taking a photograph of that place. After that the students were interviewed in their groups. In the interview, the students had their photographs to help them answer the questions. Classroom observations were conducted in a few lessons where the students were inside their own classroom and studied with their teacher nearby. Among other things, the researcher watched if there was any compliance between what the students did in the classroom and what the students said in the interview.
    The main result is that 13 of 18 students would like learning environment different from their table. The results from the interviewes were in accordance with the classroom observation, students who said in the interview that they would like to study away from their table asked the teacher if they could move. The students were generally satisfied with their learning environment and named three places that they preferred for their studies: in the hallway outside the classroom, recess inside the classroom and one student mentioned study workshop. The students preferred privacy and peace to learn, but they also mentioned that they wanted to be in close proximity to the teacher.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing skemma-signed.pdf97.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF