is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26265

Titill: 
  • „Þó nemendur séu að leika sér eru þeir að læra" : leikur sem námsleið í stærðfræði ungra barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að stuðla að þekkingu og skilningi á því hvernig leikur getur nýst sem námsleið á yngsta stigi grunnskóla. Horft er til þekkingar á náms og þroskaferli barna og hvernig skilningur þeirra á stærðfræði þróast. Gerð var rannsókn á kennslu í stærðfræði þar sem leikur er nýttur sem námsleið. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á kennsluhætti kennara sem nýta leik í stærðfræðikennslu og hvernig leikur styður við stærðfræðinám ungra barna. Rannsóknin, sem er eigindleg rannsókn og rannsóknarsniðið tilviksrannsókn, beindist að kennurum og kennsluháttum þeirra. Leitast var við að svara því hvernig námsaðstæður þeir kennarar skapa sem nota leiki við stærðfræðikennslu. Rannsóknin var gerð í febrúar og mars 2016 og gögnum var safnað með viðtölum og vettvangsathugunum. Tekin voru viðtöl við fjóra starfandi kennara á yngsta stigi grunnskóla. Rannsakandi fór í skóla þátttakenda, tók hálfopin viðtöl og fylgdist með kennslu hjá kennurunum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þeir kennarar sem nýta leik í kennslu ásamt öðrum fjölbreyttum kennsluaðferðum skapa nemendum sínum ánægjulegar og fjölbreyttar aðstæður til náms. Kennslufræðilegur leikur í námi ungra barna hentar vel í margbreytilegum nemendahópi. Kennarnir nýttu námsbækur sem kennsluefni og höfðu efni bókanna til hliðsjónar þegar þeir skipulögðu leik í kennslu fyrir nemendur. Kennarnir töldu að starfsánægja þeirra hafi aukist eftir að þeir fóru að nýta leik í kennslu með öðrum fjölbreyttum kennsluaðferðum. Í niðurstöðum þessarar rannsóknar kom fram að þátttakendur telja að nemendum þeirra finnist þeir ekki vera að læra, heldur vera að leika sér þegar leikur er nýttur sem námsleið og telja þeir það vera kost við að nýta leik í námi ungra barna.
    Leikur sem námsleið er að mínu mati góð leið til þess að kenna ungum börnum stærðfræði. Nemendur fá að kynnast því að stærðfræðnám getur verið ánægjulegt ef þau fá að gera það sem flestum börnum þykir skemmtilegt, að leika sér og læra í leiðinni. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að leikur er góð námsleið í stærðfræði. Ég sem verðandi kennari mun leggja áherslu á að nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir og leik sem námsleið í stærðfræðikennslu.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed - SalómeHalldórsdóttir-2-.pdf717.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Salome_Yfirlýsing.pdf152.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF