is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26268

Titill: 
  • Langue et culture : introduction à la culture française : námsefni í frönsku fyrir framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Þessi ritgerð er meistaraprófsverkefni til fullnaðar M.Ed.-gráðu í náms- og kennslufræði frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Lokaverkefnið er tvíþætt, í fyrsta hluta er fræðileg greinargerð og í öðrum hluta er námsefni í frönsku fyrir framhaldsskóla.
    Markmiðið með þessu M.Ed.-verkefni er að hanna námsefni í frönsku fyrir framhaldsskólanemendur. Það felur í sér jafnhliða kynningu á franskri menningu með megináherslu á þjálfun tjáningar. Tilgangurinn með námsefninu er að tengja menningarþekkingu við franskt tungumálanám þar sem lögð er áhersla á að nemendur geti uppgötvað og fræðst um hvert málefni fyrir sig út frá þeirra áhugasviði. Þar er haft að leiðarljósi að áhugi og námshvati hafi áhrif á árangur í erlendu tungumálanámi.
    Í fræðilega hlutanum er fjallað um námshvata í erlendu tungumálanámi og eru rannsóknir skoðaðar þar sem leitast er við að komast nær skilgreiningunni á þessu fjölþætta fyrirbæri dýnamískra kerfa sem lýst er sem grunnstoð í öllu námi. Farið er yfir tengsl tungumáls og menningar. Menningarlæsi er skoðað í samhengi við tungumálanám og mikilvægi þess í samskiptum. Vísað er í kennslufræðilegar kenningar sem styðja þær kennsluaðferðir sem eru notaðar í námsefninu.
    Námsefnið er þemaskipt og innan hvers menningarþema er þjálfun í færniþáttunum fjórum, hlustun, lestur, tal og ritun. Kennslan er tjáskiptamiðuð þar sem lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í tjáningu og öðlist aukinn orðaforða. Menningarlæsi hlýst af því að kynnast öðrum menningarheimum betur þar sem menningin tvinnast inn í tungumálið og hefur áhrif á tjáskiptin. Markmiðið er að efla menningarþekkingu nemenda og tjáningu í frönsku.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Langue et culture
    Introduction to French culture
    Learning material for French in upper secondary school
    This is a thesis towards a Master‘s degree of Education at the University of Iceland. The thesis is in two parts, the first one containing a discussion on the theoretical overview, the second one containing learning material for French.
    The aim of this Master‘s thesis is to design learning material for French in upper secondary school. The learning material contains activities with presentations of French culture and with practices for communicative competence. The purpose of the learning material is to introduce French culture where the emphasis is on letting the students discover and learn about each topic according to their interests. The underlying principle is that interest and motivation have an affect on foreign language learning.
    The theoretical part of this thesis contains an overview of research on motivation in second and foreign language learning. Attention is given to the definition of this complex phenomenon of dynamic systems which is described as the key to learning. Furthermore, the link between language and culture is discussed as well as intercultural communication in context with language learning. Finally, an overview is presented on the pedagogical theories that support the teaching methods that are used in the learning material.
    The learning material is divided into theme-based units with section of activities. Each unit has a cultural theme and activities which practice the four skills, listening, reading, speaking and writing. The approach of communicative language teaching focuses on vocabulary acquisition and on communicative competence. Culture and language are intertwined and intercultural competence and cultural literacy come from getting to know other cultures better. The overall aim of the learning material is to develop the students‘ cultural knowledge and communicational skills in French.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_yfirlysing_lokaverkefni.pdf33.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MEd-fraedileg_greinargerd.pdf413.14 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
MEd_franska_namsefni.pdf3.08 MBLokaður til...01.07.2036NámsefniPDF
MEd_franska_kennsluleidbeiningar.pdf238.89 kBOpinnKennsluleiðbeiningarPDFSkoða/Opna
Sigridur_Stefans_yfirlysing_uppfaerd_2018.pdf656.04 kBLokaðurYfirlýsing uppfærðPDF