is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26284

Titill: 
  • „Maður er bara táningur 18 ára“ : upplifun ungmenna með langvinn líkamleg heilsuvandamál af flutningi frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur rannsóknar: Rannsóknir sýna að mikilvægt er að standa faglega að flutningi ungmenna með langvinn heilsuvandamál frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu svo að þau nýti sér heilbrigðisþjónustu sem skyldi. Ef misbrestur verður þar á getur það haft neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og framtíðarhorfur þeirra. Rannsóknir sýna þó að almennt taka nútímaheilbrigðiskerfi ekki faglega á slíkum flutningi og mikil þörf er á að bæta undirbúning hans.
    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun ungmenna með langvinn líkamleg heilsuvandamál af flutningi frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala. Markmiðið var að dýpka skilning á væntingum ungmenna við flutninginn svo koma megi betur til móts við þarfir þeirra.
    Aðferð: Notuð var fyrirbærafræðileg eigindleg rannsóknaraðferð samkvæmt greiningaraðferð Vancouver-skólans. Þátttakendur voru 11 ungmenni með langvinn líkamleg heilsuvandamál á aldrinum 20–26 ára. Tekið var eitt viðtal við hvern þátttakanda, fyrir utan að tvö viðtöl voru tekin við tvo þeirra. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki.
    Niðurstöður: Rannsóknin sýndi að almennt var ekki staðið faglega að flutningi ungmennanna frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala og að þau upplifðu flutninginn sem einangrað fyrirbæri. Þeim fannst þau vera illa undirbúin og óviðbúin því að takast á við breytingarnar. Með aukinni sjálfsábyrgð hafa þau þó að eigin mati þroskast og aðlagast nýjum aðstæðum. Öll ungmennin komu með tillögur að því sem betur mætti fara við flutninginn og undirbúning hans.
    Ályktun: Ef ekki er staðið vel að undirbúningi ungmenna með langvinn heilsuvandamál við flutning frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu er reynsla þeirra af flutningnum erfið. Þessi rannsókn getur verið skref í átt að bættum undirbúningi. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að fagfólk þurfi að endurskoða og samræma verklag sitt og að hjúkrunarfræðingar séu í lykilstöðu til að leiða fram úrbætur á þessu sviði.
    Lykilorð: Ungmenni, langvinn heilsuvandamál, yfirfærsla og upplifun.

  • Útdráttur er á ensku

    Research background: Research has shown that professional procedures are important when it comes to transition of young adults with chronic illnesses from paediatric health services to adult health services, which increases the prospects of the youth making sufficient use of adult health services. Insufficient use of the services can have negative impact on people’s health, quality of life and future prospects. Research has also shown that within modern health care systems, this transition generally does not follow professional procedures, and that it is important to prepare the youth for it.
    Purpose: Was to study the experience of young adults with chronic illnesses of the transition of care from paediatric to adult health services at Landspítali, The National University Hospital of Iceland. The aim was to deepen the understanding of young people’s expectations of the transition so that their needs can be met.
    Method: The research was performed by using a qualitative method, based on the Vancouver School of phenomenology. The participants were 11 young adults with chronic illnesses, aged 20–26 years. Each participant was interviewed once, except two who were interviewed twice. Purposeful sampling was used to choose the participants.
    Results: The results show that professional procedures are generally not practiced when moving young adults from paediatric to adult health services at Landspítali, and that the youth experienced the transition as an isolated phenomenon. They felt unprepared for dealing with the changes. With more responsibility they feel that they have matured and adjusted to new circumstances. All participants made suggestions about what could be done to improve the transition process.
    Conclusion: Young people with chronic illnesses experience the transition from paediatric to adult health services as difficult if it is not well-prepared and professionally done. This research can be a step towards improving the process. The results suggest that health care professionals need to rethink and coordinate their work procedures, and that nurses are in a key position when it comes to promoting improvement in the field.
    Keywords: Young adults, chronic illness, transition and experience.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
    Vísindasjóður Landspítala
Samþykkt: 
  • 25.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Kristínar.pdf2.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna